Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

nr. 88/1997. Auk áfengislaganna og laga um verslun með áfengi og tóbak, varð þessi löggjöf og fjárlög hvers árs lagaramminn um starfsemi ÁTVR. Nýskip- an í ríkisrekstri færði forstöðumönnum stofnana ný stjórntæki og gerði kröfur um að þeir tileinkuðu sér nýjar stjórnunaraðferðir. Þessi nýju viðhorf höfðu mikil áhrif á rekstur ÁTVR. Launakerfi fyrirtækisins var breytt og ÁTVR fékk meira sjálfstæði í launa- ákvörðunum en áður. 1032 Þar sem fyrirmyndirnar að nýjum rekstrar- og stjórnunaraðferðum voru sóttar til einkageirans áttu þær ekki alltaf vel við rekstur ÁTVR. 1033 Tilgangurinn var að vísu að reka gott fyrirtæki og veita góða þjónustu og ÁTVR keppti um starfsfólk við fyrirtæki á frjálsum markaði. Að öðru leyti féll starfsemin ekki vel að venjulegum markaðssjónarmiðum, þar sem hún var ekki í sam- keppni við aðra um sölu á vörum sínum og stefndi ekki að söluaukningu. ÁTVR er skipuð stjórn Vorið 1995 mælti Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 63/1969 um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Markmiðið með lagabreytingunni var að afnema einkarétt ríkisins til innflutnings á áfengi, þar sem slíkur einkaréttur braut í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Vitað var að Eftirlitsstofn- un EFTA, ESA, áformaði að stefna íslenskum stjórn- völdum fyrir EFTA-dómstólinn vegna málsins. Frum- varpið sömdu Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR, Snorri Olsen sem gegndi stöðu ríkisskattstjóra og Ari Edwald, sem þá var aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra. Við aðra umræðu á Alþingi lagði Vilhjálmur Egilsson, formaður meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar, fram breytingartilögur við frumvarpið en hann var þá framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands auk þess að vera þingmaður. Meðal breytingartil- lagnanna var það nýmæli að fjármálaráðherra skyldi skipa ÁTVR stjórn og setja reglugerð þar sem nánar yrði kveðið á um hlutverk hennar. Rökin fyrir þessari óvæntu tillögu voru þau að framundan væru miklar breytingar á rekstri ÁTVR. Fram til þessa hefði ÁTVR verið hluti af skattheimtustofnunum ríkisins en eftir lagabreytingarnar myndi ÁTVR starfa eins og hvert annað fyrirtæki og þess vegna væri eðlilegt að stjórn- unarhættir væru eins og í venjulegum fyrirtækjum. Þá lagði Vilhjálmur áherslu á kosti þess að fjarlægja daglega stjórn hinu pólitíska valdi í fjármálaráðuneyt- inu og taldi það styrkja faglega stjórn fyrirtækisins. Í lögum er ekkert sem mælir gegn því að fjármála- ráðherra skipi stjórnir yfir stofnanir og ríkisfyrir- tæki ef þörf krefur og hann hafði t.d. sett stjórn yfir Lyfjaverslun ríkisins án þess að það væri lagaskylda. Í umræðum um málið á Alþingi kom fram gagnrýni á tillöguna þess efnis að nánari útfærslu skorti á hlut- verki stjórnar og spurt var hvort ekki væri ástæða til að slík stjórn væri þingkjörin fremur en skipuð af fjármálaráðherra, en frumvarpið var samþykkt með þessari breytingu. Lögin tóku gildi 1. september 1995 og í kjölfarið setti fjármálaráðherra reglugerð nr. 607/1995 um skipun sérstakrar stjórnar Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. Í samræmi við reglugerðina skipaði ráðherra þrjá menn í stjórn ÁTVR til tveggja ára í senn og jafn marga til vara í febrúar 1996. Ráðherra skipaði formann og varaformann og ákvað þóknun til stjórnarmanna sem var greidd af ÁTVR. Á sama tíma voru laun forstjóra lækkuð og Kjaranefnd úrskurðaði honum ný laun. Í fyrstu stjórn ÁTVR voru skipuð Hildur Petersen framkvæmdastjóri, sem var formað- ur stjórnar, Þórarinn Sveinsson læknir og Árni Tóm- asson endurskoðandi. Varamenn voru Anna Margrét Jóhannesdóttir stjórnsýslufræðingur, Dögg Pálsdóttir lögmaður, og Sigurður M. Magnússon kjarneðlis- fræðingur. Þórarinn og Árni gengu seinna úr stjórn en varamennirnir Anna Margrét og Sigurður urðu þá aðalmenn ásamt Hildi Petersen allt til 2008. Stjórnin átti að marka stefnu, samþykkja starfsáætlun og rekstraráætlun hvers árs að fenginni tillögu forstjóra og hafa eftirlit með rekstri. Það var þó ráðherra en ekki stjórnin sem skipaði forstjóra sem bar ábyrgð á daglegum rekstri. Strax í upphafi varð ágreiningur á milli forstjóra 293

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==