Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

ÁTVR og fjármálaráðuneytisins um verkaskiptingu stjórnar og forstjóra. Forstjóri taldi að stjórn ÁTVR ætti að vera honum til ráðgjafar en ekki til verk- stjórnar og vísaði til laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem lögð er sér- stök ábyrgð á forstjóra stofnana ríkisins. Ráðuneytið tók ekki undir sjónarmið forstjóra. 1034 Stjórnin hélt fund með starfsfólki og upplýsti að fjármálaráð- herra hefði falið henni að undirbúa það að leggja stofnunina niður. Pólitísk stefna ráðherrans væri að ríkisvaldið ætti ekki að standa í verslunarrekstri. 1035 Þessi djarfa yfirlýsing kom starfsfólki ÁTVR mjög á óvart því að til þess að leggja fyrirtækið niður þurfti lagabreytingu. Ekkert slíkt lagafrumvarp lá fyrir Alþingi og engin umræða hafði farið fram um svo róttækar breytingar á áfengisstefnu þjóðarinnar. Fljótlega kom í ljós að ekki var pólitískur vilji til þess að einkavæða áfengissöluna. Þótt ekki næðist sam- staða um einkavæðingu ÁTVR fóru aðrar tilraunir til einkavæðingar á annan veg. Stjórn Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins samþykkti að leggja niður alla starfsemi og var það gert. Í einkavæðingarferl- inu höfðu áfengismálin sérstöðu sem bókaútgáfan hafði ekki. Strax varð ljóst að hin nýja stjórn ÁTVR ætlaði sér að breyta starfseminni. Í formála stjórnar með ársreikningi 1996 segir að meginverkefni stjórnar sé að móta stefnu fyrirtækisins og hafa eftirlit með rekstri. 1036 Stjórnin lét strax gera könnun á við- horfum neytenda til fyrirkomulags áfengissölu, til Hildur Petersen stjórnar- formaður ÁTVR kynnir stefnumótun fyrirtækisins á fundi með blaðamönnum 30. janúar 1997. Hjá henni sitja Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra og Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR. Við borðið situr einnig Helgi Jónsson fréttamaður. Stjórnin lagði til að verð lækkaði á léttum vínum og bjór, rekstur vínbúðanna yrði boðinn út, afgreiðslu- tími lengdur og verslun með tóbak hætt. 294

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==