Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

verðlagningar á áfengi, vöruúrvals og afgreiðslutíma. Með hliðsjón af niðurstöðum úr þessum könnunum markaði stjórnin sér stefnu til fimm ára. Með þessari framtíðarsýn stjórnarinnar fór hún út fyrir venjulegt umboð stjórnar ríkisfyrirtækis, þar sem hún markaði stefnu sem fór í bága við lög um verðlagningu áfengis og krafðist breytinga á gildandi lögum og reglugerðum. Þá gaf yfirlýsingin skýrt til kynna að stjórnin ætlaði sér bein afskipti af innri mál- efnum fyrirtækisins. Stjórnin hefur því strax í upphafi skilgreint hlutverk sitt afar vítt. Ef markmiðið með því að setja stjórn yfir ÁTVR var að færa yfirstjórnina fjær hinu pólitíska valdi, en það voru rök Vilhjálms Egilssonar fyrir breytingunni, þá varð reyndin önnur. Stjórnin varð miklu tengdari pólitíska valdinu en for- stjóri ÁTVR hafði verið. Á árunum 1996–2004 var stefnumótun ÁTVR unnin af stjórninni. Að beiðni fjármálaráðherra var byrjað á því að marka stefnu um fjölgun verslana á næstu árum. Í þessu sambandi átti sérstaklega að huga að því að finna lausn fyrir minni byggðarlög. Í ársskýrslu 1998 1037 er greint frá því að stefnan hvað varðaði fjölda verslana og mannfjölda í byggðarlögum skyldi vera þrískipt: ÁTVR ræki verslanir í byggðar- lögum með fleiri en 3500 íbúa, samstarfsverslanir yrðu reknar í byggðarlögum með 2000–3500 íbúa og smáverslanir í sveitarfélögum sem hefðu um 500 íbúa, þar af 300 í þéttbýliskjarna, og ef meira en 25 km væru í næstu áfengisverslun. Þessari meginreglu var síðan fylgt eftir. Framtíðarsýnin frá 1997 var unnin af stjórninni einni, en við endurskoðun hennar í desember 2002 og 2004 var starfsfólk ÁTVR virkjað í stefnumótunar- vinnu. Stjórnin lagði mikla áherslu á að koma til móts við aukinn áhuga almennings á léttum vínum og í ársskýrslu 1999 1038 sagði: „Stjórn ÁTVR mun leggja metnað sinn í að stuðla að bættri vínmenningu og uppfylla þá þörf sem er fyrir fræðslu á þessu sviði“. Með stjórninni komu nýjar áherslur í starfsemi ÁTVR sem voru samræmt útlit verslana, meiri þjónusta við viðskiptavini og aukin menntun starfsfólks, einkum í vínfræðum. Þegar Höskuldur Jónsson lét af störfum árið 2005 og nýr forstjóri, Ívar J. Arndal, tók við voru verksvið forstjóra og stjórnar endurskoðuð. Ný reglugerð nr. 883/2005 tók gildi og þar segir m.a.: „Stjórn ÁTVR markar meginstefnu fyrirtækis- ins og hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Stjórn skilar ráðherra árlegri skýrslu um starfsemi sína“. Umboð stjórnarinnar rann út í febrúar 2008 en ekki var skipuð ný stjórn fyrr en ári síðar. Framtíðarsýn stjórnar ÁTVR Stefnt er að því að verð lækki hlutfallslega á léttum vínum og bjór. Með því verði komið til móts við breyttan tíðaranda og óskir viðskipta- vina. Gera má ráð fyrir að verðlækkun hamli gegn heimabruggi og álykta má að ferðamenn, sem vanir eru neyslu á léttum vínum og bjór, neyti þessarar vöru í auknum mæli. Stefnt er að aukinni þjónustu við við- skiptavini. Afgreiðslutími verslana fylgi betur afgreiðslutíma annarra verslana. Upplýsingar og ráðgjöf í verslunum verði aukin. Sérpöntunarþjónusta verði gerð aðgengi- legri en nú er. Verslunum verði fjölgað og sér- hæfing aukin. Stefnt er að aukinni hagkvæmni og sveigjan­ leika í rekstri. Rekstrarlegt sjálfstæði verslana verði aukið. Rekstur verslana verði í auknum mæli boð- inn út. Stefnt er að því að ÁTVR hætti öllum afskiptum af innflutningi, sölu og dreifingu tóbaks, án þess að til tekjuskerðingar komi fyrir ríkissjóð, enda verði tóbaksgjald tekið í tolli. Stefnt er að því að rekstur aðfangadeildar verði aðskilinn frá öðrum rekstri ÁTVR. ÁTVR ársreikningur 1996. Ívar J. Arndal (f. 1959) tók til starfa sem forstjóri ÁTVR 1. september 2005. Hann gegndi áður starfi aðstoðarforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 en hafði starfað hjá ÁTVR frá árinu 1985. Ívar er vélaverkfræðingur að mennt, en hefur einnig meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu, auk náms í við- skipta- og rekstrarfræði. 295

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==