Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
lagt fram frumvarp um að leyfa sölu á áfengum bjór. Þingmenn deildu hart um frumvarpið en því var að lokum vísað til allsherjarnefndar. Meirihluti hennar ákvað að gera ekki athugasemdir við frumvarpið heldur leggja fram nýtt frumvarp 23. febrúar 1988 og þetta frumvarp varð að lögum. Frumvarpið varð tilefni mikillar umræðu og blaða- skrifa veturinn 1987 til 1988. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafði lagt fram íslenska heilbrigðisáætlun í formi skýrslu til Alþingis vorið 1987, þar sem sú stefna var kynnt að draga bæri úr áfengisneyslu landsmanna. Tómas Helgason, pró- fessor í geðlæknisfræði og forstöðulæknir geðdeildar Landspítalans, beitti sér mjög gegn því að leyfa sölu bjórs og taldi að slík ráðstöfun væri í andstöðu við nýju heilbrigðisáætlunina og aðgerðaáætlun Evrópu- deildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem hvatti allar þjóðir til að minnka heildarneyslu áfengis um 25%. 935 Fleiri læknar létu skoðanir sínar í ljós og 27. nóvember 1987 sendu 12 prófessorar í læknisfræði áskorun til alþingismanna um að heimila ekki fram- leiðslu og sölu á áfengu öli. 936 Skömmu síðar gerði svo hópur 133 lækna athugasemd við þessa áskorun þar sem hana mætti skilja þannig að hún væri birt í nafni læknisfræðinnar. Þeir töldu „ekki ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin missi fótfestuna í áfengismálum þó leyfð verði sala bjórs“. 937 Læknar á geðdeild Land- spítalans og sjúkrastöðinni Vogi, átta talsins, sem allir unnu að meðferð áfengissjúklinga sendu líka frá sér áskorun til alþingismanna um að fella bjórfrum- varpið. 938 Seinna um veturinn mótmæltu svo aðrir 138 læknar frumvarpi um sölu á sterku öli. 939 Fjölmargir aðilar fengu frumvarpið til umsagnar og voru fleiri andsnúnar frumvarpinu en fylgjandi. 940 Þrátt fyrir varnaðarorð um að bjór myndi auka heild- arneyslu áfengis í landinu samþykkti Alþingi frum- varpið. Neðri deild Alþingis afgreiddi málið frá sér 18. apríl og voru 23 samþykkir frumvarpinu en 17 á móti. Þann 10 maí samþykkti svo efri deild Alþingis frumvarpið með 13 atkvæðum gegn átta. Frá og með 1. mars 1989 var heimilað að selja bjór og þar með lauk bannárunum endanlega. Jafn umfangsmikil breyting á fyrirkomulagi áfeng- issölu og afnám bjórbannsins er sjaldgæf og má helst líkja henni við umbreytinguna sem varð í Finnlandi árið 1968, þegar bjórsala var leyfð í matvöruversl- unum, og í Svíþjóð árið 1965 þegar millisterki bjór- inn var settur í matvöruverslanir. Í samfélaginu var mikið rætt um bjórinn og hann fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Nokkru áður en bjórinn kom í sölu var Svavar Gests með útvarpsþátt um bjór og vín og sömuleiðis var Páll Heiðar Jónsson með samantekt í útvarpinu um bjór og bjórneyslu. Þá gaf Almenna bókafélagið út Bókina um bjórinn . Eins og annað áfengi Þegar Alþingi samþykkti breytingu á áfengislögunum sem heimilaði sölu og dreifingu bjórs í landinu, var ákveðið að sama fyrirkomulag skyldi gilda um bjór og um annað áfengi. Með þessari ákvörðun var ÁTVR falið að sjá um innkaup, dreifingu og sölu bjórs. Frá því að lögin um bjór voru samþykkt og þar til sala hans átti að hefjast voru innan við 10 mánuðir sem var afar stuttur tími til undirbúnings bjórsölu. Strax var ljóst að bjórnum fylgdu miklar breytingar á starf- semi ÁTVR. Árleg sala á áfengi var um 3,5 milljónir lítra en gert var ráð fyrir, að sala fyrirtækisins marg- faldaðist og yrði á bilinu 7–10 milljónir lítra. 941 Brýnt var því að stækka geymslurými fyrirtækisins, sem var af afar skornum skammti, þar sem ÁTVR dreifði allri sinni vöru í verslanir sínar frá miðlægri birgðastöð. Sami háttur yrði hafður á um bjórinn. Einnig blasti það við að breyta þyrfti verslunum svo að rými væri fyrir bjórinn. Aukin umsvif myndu líka leiða til þess að fjölga þyrfti starfsfólki. Gert var ráð fyrir því að bjórsalan myndi færa ríkinu, framleiðendum og innflytjendum bjórs, svo og veitingamönnum, auknar tekjur. Aftur á móti mátti búast við því að skyndileg og mikil aukning á áfengisneyslu hefði í för með sér alvarleg samfélagsleg vandamál. Kenningin um tengsl á milli heildarneyslu áfengis og tjóns af völdum hennar var viðurkennd í fræðaheiminum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin 251
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==