Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

svið EES-samningsins. Samningamenn Íslands sam- þykktu breytinguna án þess að átta sig á því að með því myndi ÁTVR missa einkaleyfi sitt á innflutningi á tóbaki. 1039 Sú varð raunin og frá og með árinu 2004 hafði ÁTVR ekki lengur einkaleyfi á innflutningi á tóbaksvörum en einkaleyfi á heildsölu tóbaks hélst óbreytt. Með reglugerð nr. 369/2003 voru ákvæði um deildaskiptingu afnumin enda starfsemin breytt. Eftir þetta starfaði ÁTVR í einni deild sem í skipuriti yfir starfsemina var skipt í fjögur svið: Fjárhagssvið, hús- næðissvið, tæknisvið og innkaupa- og sölusvið. Þessi skipan hélst að mestu óbreytt í nokkur ár en 1. apríl 2007 tók gildi nýtt skipurit. Stjórnkerfið var einfaldað og sviðum fækkað en ný eining varð til: skrifstofa for- stjóra. Með þessu skipulagi var deildahugsun lögð af og í staðinn lögð áhersla á verkefnaskipulag. Um leið og nýtt skipurit tók gildi var stofnað framkvæmdaráð og var það skipað fimm æðstu stjórnendum og starfaði í umboði forstjóra. Þar sátu, auk forstjóra, framkvæmdastjórar sviða, aðstoðar- framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs og aðal- bókari. 1040 Húsnæði, höfuðstöðvar og birgðastöð Engin sérstök stefna var ráðandi í húsnæðismálum ÁTVR og starfsemin var ýmist í eigin húsnæði eða í leiguhúsnæði. Almennt má segja að stjórnvöld hafi markað þá stefnu að leigja fremur en eiga húsnæði vínbúðanna. Yfirleitt var húsnæði leigt þar sem það skapaði meiri sveigjanleika ef þörf myndaðist fyrir að stækka eða minnka húsnæðið. Breytingar í ríkis- rekstri voru örar og ollu því að óhagkvæmt varð að eiga hús. Húsaleiga af eigin húsnæði varð að reiknast sem tekjur, sem aftur skapaði rekstrarvanda. ÁTVR leigði t.d. húsnæði fyrir verslanir sínar á Snorrabraut- inni og í Holtagörðum en keypti kjallara fyrir vínbúð á Eiðistorgi sem síðan var seldur. ÁTVR keypti svo hlut í Kringlunni fyrir Kringluverslunina. Slíkt var ekki vandalaust þar sem ÁTVR tók ekki þátt í kynn- ingarstarfsemi Kringlunnar. Í Smáralindinni var hús- næðið fyrir vínbúðina því tekið á leigu og var allur rekstur inni í húsaleigunni. Höfuðstöðvar ÁTVR voru fluttar úr Borgartúni 7 í nýtt eigið húsnæði að Stuðlahálsi 2 í Reykjavík í janúar árið 1990. Birgðageymslur tóbaks og fram- leiðsla iðnaðarvöru voru þó um sinn áfram í Borgar- túninu, en fluttu nokkrum mánuðum síðar. Þetta var mikil framför því að nú var birgðahald, framleiðsla og aðalskrifstofa á einum stað. Öll aðstaða starfsfólks batnaði mikið í nýja húsnæðinu. Skömmu síðar var stærsta áfengisverslun landsins, Heiðrún, opnuð á sama stað. Uppbyggingu við birgðastöðina var haldið áfram á næstu árum. Allt frá árinu 1984 var innkaupa- og birgðakerfi ÁTVR í stórtölvu SKÝRR. Verslun ÁTVR í Kringl- unni og áfengisverslunin í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli voru fyrstu verslanirnar á Íslandi til þess að taka í notkun strikamerki og strikamerkjalesara við afgreiðslu á afgreiðslukössum. 1041 Strikamerkja- lesararnir skráðu jafnframt birgðahreyfingar og voru mikil framför í birgðahaldi og smám saman voru þeir teknir í notkun í fleiri verslunum. Við þessa aðgerð stórbatnaði aðstaða til vörutalningar og eftirlits og vörurýrnun varð nánast úr sögunni. Árið 1990 fór fram heildarúttekt á tölvuvæðingu ÁTVR. 1042 Markmiðið var að finna heildarlausn eða kerfi sem tengdi innbyrðis sölu, innkaup og birgðir. Fyrir valinu varð bókhaldskerfið Bústjóri. Í ársbyrjun 1992 var fyrsti hluti þess tekinn í notkun og seinna sama ár var svo birgða-, sölu- og bókhaldskerfi Bústjóra tekið í notkun. Þær útsölur sem ekki höfðu tölvukost fyrir voru töluvæddar í framhaldinu. ÁTVR endurskoðaði tölvumál sín með reglulegu millibili en árið 2005 var búið að koma upp kerfi sem tengdi saman allar starfsstöðvar ÁTVR um allt land í eitt lokað víðnet. 1043 Fjárhagskerfið var byggt upp þannig að einn miðlægur gagnagrunnur var hýstur í Reykjavík og allar starfsstöðvar tengdar gagnagrunn- inum. Starfsemi eins og skjalavistun, birgðastýringar- kerfi og launakerfi var líka komið í miðlægan gagna- grunn. Árið 2008 var svo allt tölvukerfið uppfært og 297

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==