Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

samhæft og urðu miklar breytingar í vöruhúsi þar sem nýtt kerfi leysti af hendi gamalt og sérhannað kerfi. Starfsmannastefna Sérstakt upplýsingarit fyrir starfsmenn ÁTVR sem heitir Stefna og áherslur var gefið út árið 1991. Þar segir: „ÁTVR er falið samkvæmt lögum að selja áfengi og tóbak. Við sölu á vöru mun ÁTVR leggja áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini sína en virða jafnframt stefnu stjórnvalda gegn misnotkun og ofnotkun tóbaks og áfengis. Þetta mun ÁTVR gera með því að leggja áherslu á upplýsingar og fræðslu um áfengi og heilsufarslegar afleiðingar áfengisnotk- unar. Hefta aðgengi fólks undir lögaldri að áfengi.“ 1044 Síðasta atriðið skiptir miklu máli fyrir starfsfólkið því að samkvæmt dómsúrskurði ber afgreiðslumaður persónulega ábyrgð ef hann selur einstaklingi yngri en 20 ára áfengi. Starfsmannastefnan var „að skapa starfsumhverfi sem laðaði að hæfa starfsmenn sem búa yfir frum- kvæði og vinsamlegu viðmóti, veiti góða þjónustu og bregðist við síbreytilegum þörfum viðskiptavinarins. Að tryggja starfsmönnum ákjósanleg starfsskilyrði og tryggja þeim möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Lögð skal áhersla á þjálfun og menntun til þess að auka þekkingu og starfsframlag innan fyrirtækisins.“ Handbók starfsmanna var gefin út árið 2002 og þar er að finna upplýsingar um starfsemi og rekstur ÁTVR, auk margs konar upplýsinga fyrir starfs- fólk. 1045 Þrátt fyrir viðleitni til að upplýsa starfsfólkið um starfsemina kom fram í könnun sem ÁTVR lét gera að starfsfólk kvartaði undan því að fréttir af ákvarðanatöku stjórnenda bærust seint og illa. Slíkar fréttir heyrðu þeir fyrst úti í bæ. 1046 Miklar breytingar á þjóðfélaginu urðu til þess að starfsfólk í ýmsum greinum þurfti að tileinka sér nýja þekkingu til þess að geta sinnt störfum sínum í takt við kröfur tímans. Í upphafi tíunda ártugarins vakn- Fyrstu nemendur Vínskólans. Standandi frá vinstri eru Ásgerður María Ragnarsdóttir, Sigurjóna Ástvaldsdóttir, Valgerður A. Jóhannsdóttir, Auður Gísladóttir, Helga Unnur Jóhannsdóttir, Jason Steinþórsson og Hólmfríður Sigurðardóttir. Sitjandi frá vinstri eru Margrét Einarsdóttir, Þórður Atli Þórðarson, Arthur E. Gunnarsson og Júlíus Þ. Steinarsson. 300

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==