Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
aði mikill áhugi í samfélaginu á fræðslunámskeiðum og endurmenntun. Tölvunámskeið voru oftast fyrstu námskeiðin sem opinberir starfsmenn áttu rétt á að sækja sér að kostnaðarlausu. Í kjölfar tölvunámskeið- anna jókst framboð á margs konar fræðslu og fjöl- breyttari námskeiðum. Starfsfólk ÁTVR átti kost á að sækja námskeið fyrir félagsmenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana sem haldið var af Stjórnsýslufræðslunni í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Námsskráin var ótrúlega fjölbreytt: Listin að læra, alþjóðaöld, upplýsingaöld, þjóðhagfræði, kjara- samningar, hversdagsleg heimspeki, myndmál, hið opinbera, vinnustaðurinn (vinnuvernd og streita), upplýsingakerfi ríkisins, maður, tölva og samfélag, internetið, markmið og leiðir, ritað mál, framkoma og þjónusta, leirlist, ljóðlist, tónlist og tjáning. Stjórnendur ÁTVR studdu starfsfólk eindregið til að sækja almenn fræðslunámskeið þar sem þau gátu gert starfsfólkið að betri starfsmönnum. Þarna fóru saman hagsmunir fyrirtækis og starfsfólks þar sem starfsmennirnir sáu að ný þekking gat veitt þeim aukna lífsfyllingu og bætt hæfni þeirra og hækkað launin. Auk hinna almennu námskeiða voru hönnuð sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk ÁTVR þar sem fjallað var um framkomu við þjónustustörf, aðstoð við vöruval, afgreiðslu á búðarkassa og símsvörun. Markmiðið með þessum námskeiðum var að efla starfsfólk svo að það veitti viðskiptavinum ÁTVR betri þjónustu. Árið 2003 var gerð þarfagreining á þjálfun starfs- fólks og í kjölfarið var komið á meira skipulagi í nám- skeiðahaldi. Sama ár stofnaði ÁTVR svo Vínskólann í þeim tilgangi að þjálfa starfsfólk til að geta frætt og þjónað viðskiptavinum sínum betur. Kennarar hans voru sóttir til framreiðsludeildar Hótel- og matvæla- skólans við Menntaskólann í Kópavogi og gerðu þeir drög að vínnámskeiðum fyrir ÁTVR. Kennsluefnið var saga víngerðar, vínlandafræði, víngarðurinn, flokkar borðvína, lestur vínmiðans og vínsmökkun. Þeir sem luku prófi fengu starfsheitið vínsérfræðingur. Fræðslumálin komust smám saman í fastara form og árið 2003 var fyrirkomulagið þannig að haldin voru námskeið fyrir tímavinnufólk, sérstök nýliða- fræðsla var í gangi, kennsla í Navision, tölvukerfi ÁTVR, og TÖK-tölvunám var á boðstólum, svo og sérfræðinganámskeið í vínfræðum. TÖK-tölvunámið var á vegnum Nýja tölvu- og viðskiptaskólans í Kópavogi og var tölvunámskeið í Microsoft-forritum. Þegar námskeiðinu var lokið fóru nemendur í próf í þessum forritum og þeir sem luku prófunum fengu svokallað tölvuökuskírteini. Samkvæmt kjarasamningi átti starfsfólk kost á 60 klukkustunda námskeiði sem kallað var Rekspölur. Aðalefni námskrár eru kynning á fyrirtækinu, vín- fræði, gæðakerfi, verslun og viðskipti, líkamsbeiting, öryggi starfsmanna og viðskiptavina, tölvulæsi, inter- netið og tjáning. Almenn vínnámskeið voru haldin fyrir starfsmenn sem höfðu lokið öllum Rekspalar- námskeiðum. Meginmarkmiðið var að þjálfa starfs- fólk enn frekar í að þekkja og meta víntegundir og veita viðskiptavinum ráðgjöf. Þá kom starfsmaður vörudeildar reglulega í vínbúðirnar og fræddi starfs- fólk. Auk þessara námskeiða voru haldin sérstök lyftaranámskeið þar sem talið var mikilvægt að sem flestir starfsmenn í vínbúðum hefðu réttindi til að nota lyftara. Reglulega hafa verið haldin öryggisnám- skeið þar sem farið er almennt yfir öll öryggismál, eldvarnir, meðferð slökkvitækja, rýmingaráætlanir og viðbrögð við ránum og hnupli. Brestir í eftirliti Fyrirtæki og stofnanir reyna eftir megni að verjast rýrnun, þjófnaði og fjárdrætti með fyrirbyggjandi aðgerðum. Slíkar aðgerðir beinast að því að fylgjast með aðkomufólki en þekkt er að starfsfólk á oft hlut að brotastarfsemi sem beinist að fyrirtækjum, ýmist beint eða óbeint, eins og með miðlun upplýsinga um vakt- og öryggiskerfi. Innra eftirlit skiptir því ekki síður máli en rafrænar myndavélar sem fylgjast með viðskiptavinunum. Árið 1997 voru settar reglur um störf nátengdra hjá ÁTVR. Talið var óheppilegt að hjón störfuðu á sama vinnustað þannig að annað hjóna væri verkstjóri 301
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==