Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

hins. Þetta átti einnig við um nátengt fólk að skyld- leika. Talið var að náin tengsl yrðu umkvörtunarefni annarra starfsmanna og yllu stjórnendum fyrirtækis- ins erfiðleikum vegna óska um orlof samtímis. Þá var ákveðið að almennar reglur um uppgjör og fjárvörslu skyldu háðar eftirliti óháðs aðila. 1047 Tilefni var til að skerpa á reglunum því að við eftirlit í útsölunni á Lindargötunni í Reykjavík nokkrum árum áður kom í ljós mikill mismunur á áfengisbirgðum og viðskipta- reikningi. Í þeirri verslun hafði verið skyldleiki með starfsfólki. „Lindargötumálinu“ lyktaði þannig að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi aðstoðarútsölu- stjóra verslunarinnar í tveggja ára fangelsi fyrir fjár- drátt og brot í opinberu starfi og til að greiða ÁTVR um 23 milljónir króna með vöxtum og sakarkostnað. Fyrir ÁTVR var fjárdrátturinn alvarlegt áfall því hann sýndi bresti í eftirliti með meðferð fjármuna og rekstri útsölu. Tilraunir til þjófnaða úr verslunum eru oftar gerðar til að stela fé úr peningakössum en varningi. Eftir að greiðslukortanotkun varð almenn er ekki mikið fé í peningakössum verslana og á það einnig við um vínbúðir ÁTVR. Þar sem áfengir drykkir fást einungis í vínbúðunum hafa alltaf verið einhverjir sem reyna að hnupla flösku og flösku. Í slíkum til- vikum hafa starfsmenn oft reynt að stöðva þjófinn án þess að til stympinga hafi komið. Árásir á starfs- fólk í vínbúðunum hafa verið sjaldgæfar enda sýna afbrotafræðirannsóknir að alvarlegustu árásirnar verða oftast þegar verið er að flytja fé á milli staða. Þannig voru málavextir í janúar 1991 þegar hettu- klæddur árásarmaður vopnaður járnstöng réðist á útsölustjóra ÁTVR í Lækjargötu í Hafnarfirði og reyndi að ræna hann dagssölu útibúsins þegar hann var á leið með féð í banka. Útsölustjórinn varðist árásinni en slasaðist lítillega. Jafnalvarlegar árásir og í Lækjargötunni voru fátíðar og höfðu ekki verið gerðar síðan í febrúar árið 1984, þegar maður vopnaður haglabyssu réðst á tvo starfsmenn í áfengisútsölunni við Snorrabraut sem voru á leið í banka og rændi af þeim dagssölunni, 1,8 milljónum króna. Þótt útsölur ÁTVR væru allajafna taldar öruggir vinnustaðir fengu árásir sem þessar á starfsfólk og yfirstjórn tók þær mjög alvarlega og reyndi að tryggja betur öryggi starfsfólks. Siðfræði Margs konar siðferðileg álitaefni varða starfsfólk ÁTVR og með árunum hafa verið settar skýrari reglur um slíkt til hagsbóta fyrir starfsfólk og fyrir- tækið. Um sum þessara siðferðilegu mála gilda sömu reglur og um önnur fyrirtæki og stofnanir, í öðrum hefur ÁTVR nokkra sérstöðu. Viðskiptavinir og aðrir hagsmunaaðilar eru líklegir til að reyna að hafa áhrif á starfsfólk í þá veru að halda fram einni vöru á kostnað annarrar og bjóða umbun fyrir. Eitt- hvað var um það að framleiðendur og innflytjendur gæfu starfsfólki gjafir. Í bréfi til Viking-Brugg var þakkað fyrir „rausnarlegar veitingar“ sem sendar voru starfsmönnum ÁTVR fyrir jólin 1991. 1048 Í Handbók starfsmanna frá 2002 er sérstaklega tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir að starfsmenn þiggi boð birgja eða annarra hagsmunahópa, nema um sé að ræða kynningu á framleiðslu tiltekinna landa eða héraða og boðið berist frá samtökum framleið- enda eða sendiráðum. Siðareglur ÁTVR voru settar 6. janúar 2004. Í þessum efnum var ÁTVR skrefi á undan fjármálaráðuneytinu sem sendi dreifibréf til allra undirstofnana sinna 15. febrúar 2004, „Viðmið fyrir góða starfshætti“. Umfangsmikil hneykslis- mál höfðu skömmu áður komið upp hjá norrænu áfengiseinkasölunum í Svíþjóð og Noregi. Forstjóri Vinmonopolet í Noregi varð að segja af sér vegna óeðlilegra samskipta nokkurra starfsmanna við einn af birgjum verslunarinnar og í Svíþjóð voru starfs- menn Systembolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur af birgjum. Eðlilegt er að fyrirtæki eins og ÁTVR sé á varð- bergi ef drykkjufólk sækist eftir störfum hjá ÁTVR þar sem dagleg handfjötlun áfengis getur orðið því ofraun og sumir fara að drekka í vinnunni. Þegar framboð á áfengismeðferð jókst með starfsemi SÁÁ leituðu ríkisstarfsmenn þangað í meðferð eins og 302

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==