Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

aðrir. Í fyrstu var ekki talið að starfsmaður ætti ótví- ræðan veikindarétt ef hann fór í meðferð. Nokkrar ríkisstofnanir settu reglur um þetta atriði og var ÁTVR ein þeirra. Árið 1. júlí 1998 setti ÁTVR reglur um launagreiðslur í fjarvistum vegna áfengismeð- ferðar. Fastráðinn starfsmaður ÁTVR sem leitaði sér áfengismeðferðar í fyrsta sinn eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu skyldi halda launum eins og um veik- indaleyfi væri að ræða. Bæri fyrsta meðferð ekki til- ætlaðan árangur og starfsmaður færi í meðferð öðru sinni skyldi hann fá launalaust leyfi svo lengi sem meðferð stendur, allt að þremur mánuðum, óskaði hann þess. 1049 Ungt starfsfólk getur þurft að sýna festu í starfi og neita skólafélögum og yngri vinum um afgreiðslu ef viðskiptavinirnir hafa ekki náð áfengiskaupaaldri. Rannsókn sem gerð var í Finnlandi og Noregi leiddi í ljós að í útsölum áfengiseinkasalanna var meira eftirlit með aldursmörkum en í öðrum verslunum sem höfðu leyfi til að selja bjór, síder eða áfengis- gos. 1050 Jafnrétti Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar árið 1988 var í fyrsta sinn mælst til þess að ráðuneyti og opinberar stofnanir með fleiri en tuttugu starfsmenn settu fram fjögurra ára fram- kvæmdaáætlanir til að auka jafnrétti. 1051 Eftirfylgnin með þessum tilmælum var lítil og jafnréttisáætlanir voru ekki settar inn í jafnréttislög fyrr en árið 2000. ÁTVR gerði jafnréttisáætlun árið 2003, ári áður en fjármálaráðuneytið sendi tilmæli um slíkt til annarra ríkisstofnana. Frumkvæðið að jafnréttisáætluninni kom frá skrifstofu ÁTVR þar sem konur voru nú komnar í stjórnunarstöður. Í sameiningu beittu þær sér fyrir því að unnið yrði að jafnréttismálum innan fyrirtækisins. 1052 Í jafnréttisáætluninni segir að konur og karlar skuli njóta sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf og sama gildi um hvers konar frekari þóknanir og hlunnindi. Bæði kyn eiga að njóta sömu möguleika til starfsframa og gætt skuli að því að sem jafnast hlutfall kynjanna sé í hinum ýmsu störfum innan fyrirtækisins, svo og í nefndum, ráðum, vinnuhópum og stjórnum. Í auglýsingum eftir starfsfólki komi fram að við ráðningar sé tekið mið af jafnréttisáætlun. Tryggt verði að karlar og konur njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Ennfremur skuli starfsfólk eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem unnt er, til að auðvelda því að samræma fjölskylduábyrgð og starf. Þá eigi starfsmenn rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki einelti og kynferðis- legri áreitni. Umhverfismál ÁTVR hefur lengi látið sig umhverfismál varða og stuðning ÁTVR við umhverfismál má eflaust rekja til þess að Höskuldur Jónsson var, eins og margir aðrir áhugamenn um útivist, talsmaður góðrar umgengni í náttúrunni. Eins og áður hefur komið fram var ÁTVR meðal stofnenda Endurvinnslunnar hf. og í framhaldi af því var komið á skilagjaldi á bjórdósir, svo að ein- nota drykkjarumbúðir færu í endurvinnslu en yrðu ekki að rusli á víðavangi. Þá hefur ÁTVR lengi haft að markmiði að húsa- kynni og lóðir sem fyrirtækið nýtir til starfsemi sinnar beri vott um snyrtimennsku og góða umhirðu. Umfangsmikilli starfsemi ÁTVR fylgir mikil orku- notkun og mikill úrgangur fellur til, aðallega pappír og plast, og rekstrarvörur sem ÁTVR kaupir enda yfirleitt sem úrgangur á einhverju stigi, segir í umhverfisskýrslu ÁTVR frá árinu 2003. 1053 Í byrjun tíunda áratugarins beindist athyglin í umhverfismálum sérstaklega að þeim umhverfis- vanda sem stafaði af gróðureyðingu. ÁTVR og Frí- höfnin á Keflavíkurflugvelli ákváðu því árið 1991 að stofna sérstakan landverndarsjóð, Fjallasjóð. Tilgang- ur sjóðsins var að efla áhuga á landvernd og útivist og að bæta aðstöðu ferðamanna í óbyggðum Íslands. Tekjur sjóðsins voru vaxtatekjur og frjáls framlög erlendra viðskiptavina stofnendanna. Stjórn skipuðu fulltrúar tilnefndir af umhverfisráðuneytinu, fjár- 303

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==