Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
málaráðuneytinu, Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og ÁTVR sem var falin formennska. Höskuldur Jónsson vakti athygli viðskiptavina ÁTVR á þeim vanda sem landeyðing var og margir þeirra brugðust vel við. Þannig hafði ÁTVR í mörg ár milligöngu um gjafir erlendra viðskiptavina sinna til Landgræðslu ríkisins. Í Bandaríkjunum og á Bret- landi er löng hefð fyrir því að stöndug einkafyrirtæki styðji málefni sem varða almannaheill. Sum þeirra fyrirtækja sem ÁTVR hafði verslað við voru því þekkt fyrir slíkar styrkveitingar til að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og skapa sér góða ímynd. Sem dæmi má nefna að fulltrúi Heineken bjór- verksmiðjanna í Hollandi færði sjóðnum 4 milljónir króna í tilefni þess að einmilljón lítra af Heineken bjór hafði selst hér á landi frá því hann varð fáanlegur. 1054 í lok apríl sl. var stofnaður umbótahópur um ánægju starfsfólks, sem hefur það verkefni að móta áherslur fyrirtækisins í starfsmannamálum og setja fram starfsmannastefnu. í stefnu ÁtVR er sérstakt stefnumið sem fjallar um starfsfólk fyrirtækisins: Við gerum starfsmenn okkar ánægðari. Við búum þeim skapandi og lifandi starfsumhverfi sem virkjar þann kraft sem í þeim býr og laðar til okkar hæft fólk sem býr yfir frumkvæði og þjónustulund. Vilji er til að efla ánægju starfsfólks sem mest og er vonast til að niðurstöður verkefnisins verði fyrirtækinu gott veganesti á komandi árum. Auk starfsmannastefnunnar er gert ráð fyrir að hennar. Hópurinn mun kynn niðurstöður sínar næsta haust, en að baki greiningarvinnunni liggja m.a. niðurstöður kannana á viðhorfum starfsfólks, s.s. vinnustaðagreiningar síðustu ára, SFRkannanir og niðurstöður úr þremur rýnisfundum starfs fólks sem haldnir voru í vor til að heyra skoðanir þess á starfsmannamálum fyrirtækisins. Hópinn kipa: Guðrún C. Emilsdóttir starfsm nnastjóri, Jónína A. Sanders aðstoðarframkvæmdastjóri, Vilhelmína Nielsen verslunarstjóri, Harpa Sif Þráinsdóttir og Jóhann Þórir birgisson aðstoðarverslunarstjórar og Sigmar K. Reynisson afgreiðslu maður. Ábyrgðarmaður hópsins er Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri. Umb ó t a h ó p u r um á næg j u s t a r f s f ó l k s Flokkum og skilum fyrir hreinni framtíð! Allir ættu að tileinka sér endurnýtingu og endurvinnslu að einhverju marki til þess að stuðla að hreinni framtíð og draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum urðunar og mengunar sem af henni getur hlotist. Endurnýting felst í að nota eitthvað aftur í óbreyttri mynd, t.d. burðarpoka. Nokkrar vínbúðir endurnýta bakka undan bjór með því að afhenda þá blóma ræktendum og sölum, sem nota þá undir plöntur. Meðfylgjandi mynd var tekin af bakkastæðu í Heiðrúnu en þar var verið að safna saman bökkum fyrir blóma ræktendur. Ef endurnýting er ekki möguleg ætti að kanna hvort hægt sé að endurvinna efnið, en í flestum vínbúðum er pappír, bylgjupappi (kassar) og plast endurunnið. Vð hvetjum starfsfólk til að huga að endurnýtingu og endurvinnslu heima við. Margt er hægt að endurvinna án mikillar fyrirhafnar t.d. drykkjarumbúðir, dagblöð og pappír, fernur, bylgjupappa, plast og málma. Flokkun og skil á efni til endurvinnslu er nú mun auðveldari en áður; víða eru skilagámar. Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að fá endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. og setja í hana allan pappír heimilisins þ.m.t. dagblöð, tímarit og skrifstofupappír., Einnig má setja í tunnuna fernur, hreinan pappa t.d. pizzukassa og morgunkorns pakka, plastbrúsa og rafhlöður. Hægt er að panta tunn una á netinu (www.gamar.is ) en Gámaþjónustan hf. sér um losun á fjögurra vikna fresti gegn vægu gjaldi. 990 kr. úrgangur sem er vandlega flokkaður er hráefni í nýjar vörur en ef úrgangurinn er blandaður er hann ónýtan legur og fer á urðunarstað. Aflið ykkur frekari upplýs inga um flokkun sorps t.d. á eftirfarandi vefslóðum: http://gamar.is/ http://sorpa.is/ http://endurvinnslan.is/ Grænt er vænt! Bjórbakkar á leið í endurnýtingu. Í Flöskuskeytinu (fréttabréfi starfsmanna ÁTVR, júní 2007) er birt hvatning til starfsfólks um endur- vinnslu, en starfsemi ÁTVR fylgir mikill úrgangur, einkum pappír og plast. 304
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==