Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Þessum peningum var varið til að byggja útsýnispalla við Gullfoss. Aðrir áfengisframleiðendur sem veittu fé til landgræðslu fyrir tilstilli ÁTVR voru Budweiser og Michelob sem árið 1992 veittu 35 þúsund banda- ríska dollara í styrk sem Landgræðsla ríkisins nýtti til uppgræðslu í Þórsmörk og Almenningum norðan Þórsmerkur. 1055 Á árunum 1991 til 1995 bárust fleiri styrkir og í desember 1993 gaf drykkjarvörufyrir- tækið Anheuser-Busch Landgræðslunni jafnvirði 40 þúsund bandarískra dollara og Holsten-Brauerei AG veitti 11 þúsund þýsk mörk til landgræðslu og rann- sókna árið 1995 og var það í þriðja sinn sem fyrir- tækið styrkti Landgræðsluna. 1056 Þegar ÁTVR tók að nota hvíta plastpoka til umbúða var framleiðsla á plastpokunum boðin út og samið var við Plastprent hf. Þá kom upp sú hugmynd að Plastprent hf. safnaði auglýsingum á pokana og andvirði auglýsinganna rynni til Landgræðslu ríkis- ins. Þessi auglýsingasöfnum kom sér vel fyrir Land- græðsluna sem í árslok 1993 fékk 1,5 milljón króna styrk úr þessum sjóði. 1057 ÁTVR hefur því lengi lagt sitt af mörkum til umhverfismála og styrkt umhverfissamtök, eins og Landvernd og Skógræktarfélag Íslands. 1058 ÁTVR gerðist aðili að Pokasjóði fáum árum eftir að hann var stofnaður. Pokasjóður hefur úthlutað styrkj- um til verkefna sem varða almannaheill, m.a. til umhverfismála. Þá hefur ÁTVR verið þátttakandi í verkefninu Skil 21 sem snerist um nýtingu úrgangs af lífrænum uppruna til uppgræðslu og ræktunar í Landnámi Ingólfs. Mikill fjöldi vörubretta eru í umferð hjá ÁTVR og þau sem eru ónýt eru seld til Grundartanga í brennslu. Þá hafa vörubretti einnig verið gefin til umhverfisverkefna. ÁTVR hefur líka styrkt umhverfisauglýsingar. Í stjórnartíð Höskuldar Jónssonar var hlutverk ÁTVR fyrst og fremst að innheimta skatta fyrir ríkissjóð. Með því að afla ríkinu tekna gat áfengis- salan líka látið gott af sér leiða og sýnt samfélagslega ábyrgð. Með því að velja verkefni á sviði umhverfis- verndar sem viðfangsefni, áður en málaflokkurinn fékk þá athygli sem seinna varð vegna umfjöllunar um gróðurhúsaáhrif, bráðnun jökla og hlýnun jarð- ar, var ÁTVR framsæknara en mörg önnur fyrirtæki og stofnanir. Með því að beina verkefnastyrkjum til landgræðslu þar sem markmiðið var að koma í veg fyrir uppblástur og eyðingu landsins var stutt við verkefni sem nýttust samfélaginu og næstu kyn- slóðum vel. Á þessum árum styrkti ÁTVR ekki for- varnarverkefni á sviði áfengis- og vímuefna þar sem áfengisvarnir voru í höndum annarra aðila. Hösk- uldur Jónsson gerði sér þó ljósa grein fyrir því að hér gæti breytinga verið þörf. Hann skrifar í bréfi til heilbrigðisráðuneytisins: „Ljóst er að eigi einkasala á áfengi og tóbaki að starfa til frambúðar á Íslandi verður ÁTVR í náinni framtíð að fá meiri svip for- varnarstofnunar á sviði heilbrigðis- og félagsmála en skattheimtustofnunar“. 1059 Þegar Ívar J. Arndal varð Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR tekur við peningagjöf í Fjallasjóð frá hollensku Heineken-verk- smiðjunum, eins og sagt er frá í Morgunblaðinu 27. september 1991. 305

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==