Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

byggði stefnu sína á henni og hvatti til minnkandi áfengisneyslu undir slagorðinu „minna er betra“. Fjölmargar rannsóknir höfðu leitt í ljós að aukið aðgengi að áfengi hafði í för með sér aukna neyslu þess. Í Finnlandi hafði bjór verið seldur í áfengisversl- unum ríkisins allt fram til ársins 1968, og lítið sem ekkert aðgengi hafði verið að bjór á landsbyggðinni. Þetta gerbreyttist þegar farið var að selja hann í mat- vöruverslunum. Áfengissala jókst um 47% á einu ári, sem var gífurleg aukning, og þótt drægi úr sölu á sterku áfengi dugði það ekki til að vega upp á móti viðbótinni sem bjórinn var. 942 Íslensk stjórnvöld höfðu lýst yfir stuðningi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að minnka áfengisneyslu um 25% til aldamóta. Bjórkoman var því bein ögrun við ríkjandi stefnu í áfengismálum. Til þess að takast á við áfengisvanda- málin sem bjórinn hefði í för með sér var samhliða lagabreytingunni samþykkt ákvæði til bráðabirgða um skipun fimm manna nefndar til að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyslu áfengis. Í nefnd um átak í áfengisvörnum voru skipuð: Haf- steinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri, formaður, Aldís Yngvadóttir námsstjóri, Höskuldur Jónsson for- stjóri, Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri og Óttar Guðmundsson yfirlæknir. Starfsmaður nefndarinnar var Árni Einarsson. Meginmarkmið nefndarinnar var að setja fram tillögur sem gætu dregið úr heildar- neyslu áfengis, benda á leiðir til að vara við hættum sem henni fylgdu, t.d. með upplýsingum um áfengis- hlutfall bjórsins og hvernig mætti styrkja ákvæði umferðarlaga. Í starfi sínu lagði nefndin áherslu á mikilvægi þess að fylgjast með því hvaða áhrif bjórinn hefði á áfengisneyslu og neysluvenjur landsmanna, sérstaklega hjá ungu fólki og misnotendum. Nefndin hvatti til samstarfs vinnuveitenda og launþega til að hefta bjórdrykkju á vinnustöðum, sem víða erlendis ylli bæði slysum og handvömm í atvinnulífinu. Til að sporna gegn ölvunarakstri lagði nefndin til aukna fræðslu. 943 Ef bjórinn fengi sérstöðu og væri talinn skaðlaus- ari en annað áfengi, var það hald manna að unglingar hefðu þá greiðari aðgang að honum. Bjórbannið var upphaflega framlengt til þess að vernda æsku landsins og áfengisvarnir beindust einkum að börnum og ung- lingum. Önnur vandamál sem menn óttuðust voru að bjórinn leiddi til nýrra siða eins og bjórdrykkju í hádeginu, drykkju á vinnustöðum og meiri ölvunar- aksturs. Þótt SÁÁ tæki ekki formlega afstöðu til þess hvort leyfa ætti bjórsölu, vöruðu félagar í SÁÁ við því að bjórinn væri hættulegur fyrrverandi drykkju- mönnum og stórdrykkjumönnum, sem létu freistast til bjórdrykkju sem þeir gætu ekki svo auðveldlega hætt. Umferðarráð samþykkti snemma árs 1989 álykt- un sem send var ráðherrum dómsmála, heilbrigðis- og fjármála þar sem lagt var til að fyrirskipaðar yrðu sérstakar merkingar á bjórumbúðum þar sem fram kæmi að bjór og akstur ættu ekki samleið. Þessar tillögur náðu þó ekki fram að ganga. Aðrar ráðstaf- anir voru gerðar og Umferðarráð fór í mikla áróð- ursherferð gegn ölvunarakstri og lögreglan jók eftirlit sitt. Áður en bjórsalan gæti hafist var því að mörgu að hyggja 944 . Hvað á bjórinn að kosta? Hver á að vera minnsta sölueining? Í hvers konar umbúðum á hann að vera? Hvað á hann að vera sterkur? Hvað telst innlend framleiðsla? Hversu margar tegundir eiga að vera í verslunum ÁTVR? Hvernig á að velja þær? Ég held ég gangi heim Umferðarráð fékk Valgeir Guðjónsson tón- listarmann til að semja lag sem heitir „Ég held ég gangi heim“. Umferðarráð og nefnd um átak í áfengisvörnum vonuðust til þess að hljóm- sveitir lékju lag Valgeirs í lok dansleikja, rétt áður en fólk færi heim. Nótur með laginu voru sendar til hljómsveita og tónlistarmanna um allt land. ( Morgunblaðið 28. febrúar 1989, bls. 27) 252

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==