Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

forstjóri lagði hann mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. 1060 Áherslan færðist hins vegar frá styrkjum til umhverfismála til stuðnings við áfengisvarnir og ÁTVR hóf samstarf við Lýðheilsu- stöð og Umferðarstofu um varnir gegn neikvæðum hliðum áfengisneyslu. Starfsfólk Eftirspurn eftir störfum hjá ÁTVR sveiflaðist með atvinnuástandinu í landinu og í efnahagslægðinni á árunum eftir 1990 var mikil ásókn í störf, bæði í versl- unum og birgðastöð. Mörg dæmi voru um að starfs- menn byrjuðu sem sumarstarfsmenn en ílengdust í framhaldinu. Þá hefur lengi tíðkast að starfsmenn ÁTVR á landsbyggðinni hafi fengið störf hjá fyrir- tækinu í Reykjavík ef þeir hafa flutt þangað. Þegar atvinnuástandið batnaði á miðjum tíunda áratugnum voru mannabreytingar tíðar og ÁTVR þurfti oft að leita að fólki til starfa. Frá 1999 til 2008 fjölgaði starfs- fólki ÁTVR úr 443 í 779 en fækkaði síðan aftur. 1061 Ársverkum fjölgaði þó minna á tímabilinu 1999 til 2008, þar sem álagstímum og tilfallandi verkefnum eins og ræstingum var mætt með því að ráða fólk í hlutastörf. Eftir að starfsemi ÁTVR var flutt á Stuðlaháls- inn eru birgðastöð og skrifstofa á sama stað. Aðrar starfsstöðvar eru vínbúðirnar sem eru dreifðar um höfuðborgarsvæðið og um allt land. Árið 2011 var skiptingin þannig að fastráðnir starfsmenn í höfuð- stöðvunum á Stuðlahálsi voru 85. Fastráðnir starfs- menn voru 57 í vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og 63 í vínbúðum á landsbyggðinni. Lausráðnir starfsmenn voru margir, eða alls 173, flestir í hluta- störfum. Margt starfsfólk hefur haldið tryggð við vinnu- staðinn en fáir þó unnið þar jafn lengi og Sigfríður Hermannsdóttir í bókhaldsdeild ÁTVR en hún var búin að vinna hjá fyrirtækinu í 50 ár þegar hún hætti fyrir aldurs sakir árið 2003. 1062 Árið 2004 var meðal- Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR og Sigfríður Her- mannsdóttir í kaffisamsæti þegar hún var kvödd eftir 50 ára starf í bókhaldsdeild ÁTVR. Sigfríður hóf störf í júlí 1953, þá 23 ára gömul. Landgræðsla fær gjöf frá bandaríska fyrirtækinu Anheuser-Busch og fram- lag frá ÁTVR vegna tekna af auglýsingum íslenskra fyrirtækja á burðarpokum ÁTVR, eins og greint er frá í Morgunblaðinu 31. desember 1993. 306

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==