Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

starfsaldur starfsmanna 9 ár og meðalaldur þeirra var 45 ár. Þótt meðferð áfengis hafi frekar verið karla- en kvennasvið, fóru konur nokkuð snemma að vinna hjá ÁTVR. Konurnar réðust fyrst til starfa á skrif- stofu en seinna í áfengisútsölurnar. Þó voru aðeins þrjár konur starfandi í útsölunum árið 1986. 1063 Með bættri tækni urðu störf í vínbúðunum betur við hæfi kvenna en áður og árið 2002 voru 30% verslunar- stjóra konur. Árið 2008 voru konur mikill meirihluti starfsfólks. Starfsmannafélag ÁTVR Höskuldi Jónssyni var umhugað um að starfsmenn ÁTVR hefðu með sér samtök til að efla kynni inn- byrðis. Vinnustaðir fyrirtækisins eru margir og dreifðir svo að jafnvel á höfuðborgarsvæðinu kunna menn vart skil á samstarfsmönnum sínum. Skrifstofa forstjóra hefur jafnan gætt þess að ÁTVR minnist stórafmæla starfsmanna og annarra merkisdaga á ferli þeirra með hefðbundnum hætti. Sama hefur átt við þegar starfsmaður sem lengi hefur unnið hjá ÁTVR hættir störfum. Árið 1985 var stofnað starfs- mannafélag sem hét Samstaða og var deild í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana. Markmið félagsins var að efla samvinnu og samstarf félagsmanna og bæta hag þeirra eftir því sem við varð komið. Í Heiðmörk er reitur merktur ÁVR og þangað fór starfsfólk í gróðursetningarferðir. 1064 Þetta félag leið undir lok árið 1990. Nýtt félag, Starfsmannafélag ÁTVR, var stofnað 30. október 2007. Félagið heldur árshátíðir og hefur staðið fyrir öðrum skemmtunum og fjölbreyttum ferðalögum. Starfsmannafélagið hefur haldið uppi margs konar starfsemi og sumarið 2004 hélt það t.d. sérstakan fjöl- skyldudag í Viðey og seinna sama sumar fór 19 manna hópur frá ÁTVR í gönguferð á Snæfjallaströnd. Yfirlit Á níunda áratugnum leiddi breytt lagaumgjörð og skipun nýs forstjóra, Höskuldar Jónssonar, til endur- skipulagningar og breytinga á starfseminni. ÁTVR var skipt upp í fjórar deildir: fjárhags- og rekstrar- deild, aðfangadeild, sölu- og skýrsluvinnsludeild og framleiðslu- og tæknideild. Með nýrri löggjöf var ÁTVR í fyrsta sinn skipuð stjórn sem hafði verið falið Fjöldi starfsfólks frá 1999–2011 Ár Fjöldi ársverka Fjöldi starfsfólks 1999 213 443 2000 255 491 2001 266 550 2002 278 562* 2003 269 534 2004 283   545** 2005 281 586 2006 273 611 2007 290 690 2008 326 779 2009 301 726 2010 288 638 2011 281 617 * 30% verslunarstjóra voru konur ** meðalaldur 45 ár, meðalstarfsaldur 9 ár Samstarfskonur á árshátíð ÁTVR árið 2003. Frá vinstri eru Ásdís Hlöðversdóttir, Anna Kapitola Engilbertsdóttir, Bára Rós Björnsdóttir og Kolbrún Guðjónsdóttir. 308

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==