Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

að undirbúa það að leggja ÁTVR niður. Þær hug- myndir fengu ekki pólitískan hljómgrunn og í kjöl- farið fór stjórnin í mikla stefnumótunarvinnu. Þar urðu til nýjar áherslur í starfseminni: samræmt útlit verslana, meiri þjónusta við viðskiptavini og aukin þekking starfsfólks í vínfræðum. Stjórnin lagði mikla áherslu á að koma til móts við aukinn áhuga á víni og vínneyslu. Nokkur ágreiningur varð um verksvið stjórnar og forstjóra og þegar starfstímabil stjórnar rann út var ekki skipuð ný stjórn. Þegar nýr for- stjóri, Ívar J. Arndal, tók við, var verksvið forstjóra og stjórnar endurskoðað. Í framhaldi af því var lögunum breytt aftur og ákvæðið um að skipa stjórn ÁTVR fellt burt. Með nýjum höfuðstöðvum ÁTVR á Stuðlahálsi fluttist birgðahald, framleiðsla og aðalskrifstofa á einn stað. Með umfangsmeiri starfsemi fjölgaði starfsfólki og starfsmannastefnan varð markvissari og vaxandi áhersla var lögð á námskeið og fræðslu til starfs- fólks. Settar voru siðareglur fyrir ÁTVR og gerð var framkvæmdaáætlun um jafnréttismál. Samfélagsleg ábyrgð birtist í umhverfismálum og fyrir milligöngu ÁTVR lögðu margir erlendir viðskiptavinir fram mikið fé til landgræðslu. Starfsfólk og fjölskyldur á göngu í Landmannalaugum sumarið 2003. 309

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==