Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

21. Lögleg og ólögleg samkeppni Í samkeppni við aðra Fram til ársins 1995 hafði ÁTVR bæði einkarétt á smásölu og heildsölu alls áfengis sem selt var í land- inu. Með aðild að EES-samningnum hætti ÁTVR heildsölu áfengis en hafði áfram einkarétt til smásölu áfengis. Samt hefur ÁTVR ekki verið eini aðilinn sem hefur selt áfengi sem ætlað var til neyslu í landinu. Íslenskir farmenn, fiskimenn og flugáhafnir hafa lengi haft leyfi til að kaupa tiltekið magn áfengis erlendis eða í fríhöfn og taka með sér heim. Sömuleiðis hafa ferðamenn mátt taka með sér tollfrjálst áfengi inn í landið. Áfengisbannið sem stóð áratugum saman skapaði grundvöll fyrir bruggun, eimingu og smygl á áfengi. Á seinni árum hafa landi og gambri einkum verið seldir til unglinga sem ekki hafa aðgang að versl- unum ÁTVR en líka eitthvað til fullorðinna sem vilja ódýrt áfengi. Þar sem áfengisverð er hátt eins og á Norðurlöndum er meiri hvati til þess að stunda eigin víngerð, brugga bjór eða eima áfengi en í löndum þar sem áfengi er ódýrt. Erfitt er að meta hversu mikið áfengi er fram- leitt með bruggi, smygli eða keypt tollfrjálst, þar sem slíkt er hvergi skráð. Mjög líklegt er að það hafi verið mismikið frá einu tímabili til annars. Vegna mikillar fjölgunar á utanlandsferðum síðasta áratug hefur Frí- höfnin á Keflavíkurflugvelli verið langstærsti keppi- nautur ÁTVR um sölu áfengis. Flestallir ferðamenn Bjórstæður í Fríhöfninni 310

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==