Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
kaupa leyfilegan skammt af áfengi þegar þeir koma til landsins. Í rannsókn Ásu Guðmundsdóttur, sem birtist árið 1990, var gerð tilraun til þess að meta umfang óskráðs áfengis. 1065 Safnað var gögnum úr spurningakönnunum, tölfræðilegum upplýsingum um fjölda ferðamanna, skipakomur og áfengisverslun í fríhöfn. Einnig voru tekin viðtöl við embættis- menn, kaupmenn, starfsfólk í ferðaþjónustu og aðra sérfræðinga til þess að fá heildarmynd af umfang- inu. Samkvæmt útreikningum Ásu, sem miðast við seinni hluta níunda áratugarins, voru um 18% af öllu áfengi sem neytt var í landinu keypt annars staðar en hjá ÁTVR. Langmestur hluti þess var keyptur í Frí- höfninni en annað var smygl og heimagert áfengi. Í norrænni áfengistölfræði fyrir tímabilið 1993 til 2006 var gert ráð fyrir því að hér á landi hafi þetta hlut- fall verið lægra en 10% og lægst á Íslandi af Norður- löndunum. 1066 Í Svíþjóð var talið að 30% áfengis sem neytt var í landinu væri keypt annars staðar en í versl- unum sænsku áfengissölunnar, Systembolaget. Hlut- fall óskráðs áfengis var talið vera á milli 15 og 20% í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Heimagert vín og bruggun bjórs og landa Í mörgum löndum er hefð fyrir því að búa til margs konar vín úr heimaræktuðum ávöxtum og berjum en hér á landi hafa afar fáir stundað slíka víngerð. Í könnun á áfengisneyslu árið 1979 höfðu 13,9% svar- enda bruggað bjór eða búið til vín. 1067 Þegar könnunin var endurtekin árið 1984 var bætt við spurningu um sterka áfengið. Á þessu tímabili hafði þeim fækkað í 6,2% sem sögðust hafa búið til áfengi, þar af höfðu 2% framleitt sterkt áfengi. 1068 ÁTVR fékk Gallup til að gera skoðanakönnun fyrir sig árið 1996 og í henni var spurt um heimabruggun. Í ljós kom að 0,5% svar- enda brugguðu oft, 3,8% stundum og 7,4% svarenda sjaldan. 1069 Þetta bendir til þess að heimatilbúningur áfengis sveiflist nokkuð á milli ára. Þegar tilbúin víngerðarefni komu á markað varð fyrirhafnarminna að leggja í. Gæði efna til ölgerðar, en þó sérstaklega víngerðarefna, sem voru á markaðnum urðu smám saman meiri og það ýtti enn undir heimatilbúning áfengis. Stærsti áhrifavaldurinn er þó kaupmátturinn, því að minnkandi kaupmáttur ýtir undir heimabrugg og heimavíngerð en þegar fólk hefur meira á milli handanna kaupir það frekar tilbúna og betri og dýrari vöru. Á hverju þingi á árunum 2001–2007 lögðu þing- mennirnir Guðjón A. Kristinsson, Drífa Hjartardótt- ir, Þuríður Backman og Guðrún Ögmundsdóttir fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum. 1070 Frumvarpið gekk út á að gera þeim kleift sem hafa til þess vilja og getu að framleiða létt vín úr innlendum ávöxtum og jurtum án þess að slík iðja sé lögbrot. Samkvæmt frumvarpinu átti einungis að vera heimilt að framleiða vín undir 15% styrkleika alkóhóls. Rökin fyrir frumvarpinu voru þau að fjölmargir landsmenn stunduðu slíka iðju og hún ætti því ekki að vera lögbrot. Í fyrstu greinargerðinni með frumvarpinu var einnig gert ráð fyrir þeim möguleika að þekk- ing á gerð matarvína leiddi af sér séríslenska fram- leiðslu- og verslunarvöru úr íslenskum berjum sem væri hrein náttúruafurð. Þótt það komi ekki fram í greinargerðum með frumvarpinu virðast þingmenn- irnir hafa haft upplýsingar um að heimatilbúningur áfengis væri nokkuð útbreiddur. Frumvarpið fékkst ekki samþykkt. Eftir mikla söluaukningu þegar bjórinn var leyfður árið 1989 dróst áfengissalan saman næstu árin á eftir. Nýjabrumið var farið af bjórnum og í landinu var efnahagslægð. Í kjölfar athyglinnar sem bjórinn fékk jókst áfengisneysla unglinga og framhaldsskólanemar sem ekki höfðu náð löglegum aldri til að kaupa áfengi leituðu leiða til að útvega sér áfengi. Gamla aðferðin að biðja einhvern sem hafði aldur til að kaupa fyrir sig í vínbúðunum hefur lengi verið notuð en sumir keyptu landa og gambra beint af bruggurum. Á árunum 1992–1993 virtist vera óvenjumikið um ólöglega framleiðslu áfengis ætlaða til sölu. Skýringuna má rekja til þess að efnahagssamdráttur var í samfélaginu og eftirspurn eftir ódýrum vörum jókst. Sumir bruggarar voru með þróaðar fram- 311
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==