Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

leiðsluaðferðir sem bentu til hugmynda um stórtæka sölustarfsemi. Aðrir höfðu einfaldari aðferðir eins og bruggararnir í Laugarnesinu. 1071 Í rifsberjarunnum í grennd við Laugalækjarskóla fannst stór plastkútur með landa og minni plastkútar til dreifingar. Sölu- mennirnir, sem voru 16-17 ára, höfðu athvarf í sjoppu í nágrenninu og fylgdust þar með umferð um svæðið. Þessi starfsemi var þó fljótlega upprætt. Framhaldsskólanemar voru þó ekki eini markhóp- ur bruggara. Fullorðið fólk keypti líka af þeim vegna þess að landinn var ódýrari en brennivínið. Einn lítri af brennivíni kostaði 2.620 kr. í „ríkinu“ en lítri af landa kostaði um1.500 kr. 1072 Í Morgunblaðinu 13. júní árið 1993 birtist fréttaskýring um brugg eftir Guðna Einarsson þar sem ítarlega er fjallað um framleiðslu og sölu á bruggi. 1073 Samkvæmt því sem þar kemur fram og byggir á heimildum frá lögreglu og landa- framleiðendum voru 6–8 bruggverksmiðjur starfandi við Faxaflóann þetta vor. Að auki var svo vitað um eina á Suðurlandi og aðra norðan heiða. Í greininni kom fram að einfalt væri að setja upp brugghús því að fjárfestingin væri lítil. Tækjabúnaður er hitunartæki, ílát fyrir gambra, vatnslásar, síur og eimingartæki en þeir stórtæku keyptu dælubúnað til að flytja vökvann á milli framleiðslustiga. Erfiðast væri að finna hentugt húsnæði á góðum stað. Þá krefst starfsemin mikillar árvekni, því ekki má líta af framleiðslunni á meðan hún er í gangi og gæta þarf fyllsta hreinlætis. Þá þarf ofurgætni við sölumennsku og varúðarráðstafanir svo að ekki komist upp um starfsemina. Mikil sykur- kaup í stórmarkaði geta svo dæmi sé tekið komið upp um menn. Þrátt fyrir væntingar um mikinn og skjóttekinn gróða hafa bruggarar ekki verið lengi við iðju sína á sama stað. Í júlí 1993 gerði lögreglan upptæk afkasta- mikil bruggtæki á bæ í Austur-Eyjafjallahreppi en þar höfðu verið framleiddir 2.400 lítrar frá áramótum. 1074 Lögregla var að taka sömu mennina aftur og aftur fyrir bruggun. Víngerðarefni í verslunarglugga. 312

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==