Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Smygl Sterkar vísbendingar eru um það að á árunum 1950– 1960 hafi sjómenn og þá einkum farmenn smyglað miklu áfengi til landsins. 1075 Þeir voru fyrst og fremst að smygla spíra, vodka og öðru sterku áfengi. Þegar bjór fór að verða vinsæll en var enn bannaður varð hann eftirsóttur smyglvarningur. Þótt bjórinn kæmist í löglega sölu hélt smygl á honum áfram um nokk- urt skeið þar sem smyglaði bjórinn var ódýrari en sá sem fékkst í vínbúðunum. Bæði var um að ræða smygl í smáum stíl til einkaneyslu og stórtækt smygl í atvinnuskyni. Menn voru teknir með tvær viskí- flöskur eða einn kassa af bjór en stórfelldara smyglið gat farið upp í nokkur þúsund flöskur þar sem stór hluti skipshafnarinnar átti hlut að máli. Þegar gáma- flutningar á flutningaskipum hófust varð erfiðara að smygla einum og einum kassa af áfengi. Smygl í gámum krafðist því skipulagðrar brotastarfsemi. Eitt- hvað var um hana og á miðjum níunda áratugnum höfðu lögregluyfirvöld samstarf við ÁTVR um að kanna sölu til veitingahúsa. Grunur lék á að sum þeirra keyptu smyglað áfengi í stórum stíl. 1076 ÁTVR hélt skrá yfir sölu til vínveitingahúsa og gat því fylgst með innkaupum þeirra. Áfengi sem tollur og lög- regla gerðu upptæk átti að koma til ÁTVR til förg- unar. Sumt skilaði sér strax en dráttur varð stundum á skilum vegna gildis vörunnar sem sönnunargagns. En fyrirtækið fylgdist vel með þeim smyglmálum sem komu til kasta lögreglu. Nokkur umfangsmikil smyglmál komu upp á tíunda áratugnum. Sem dæmi má nefna að í nóvem- ber 1991 var sagt frá því í Morgunblaðinu að þrír skipverjar á Skógafossi hefðu játað að vera eigendur að 56 lítrum af vodka og gini og 34.000 vindlingum sem fundust í Sómabáti í Stálvíkurhöfn í Garðabæ. Varningnum höfðu þeir fleygt fyrir borð af Skóga- fossi, sem var að koma frá Bandaríkjunum, móts við Garðskaga og þangað fór maður á báti og sótti varninginn. Tollgæslan fylgdist með bátnum en þegar Lögreglumaður gerir tæki og brugg upptækt. 313
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==