Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
komið var að honum í Stálvíkurhöfn var maðurinn á bak og burt. 1077 Grunur lék á að sama aðferð hafi verið notuð í mars 1999 þegar Goðafoss var að koma frá Kanada og Bandaríkjunum en tæplega 600 lítrar af smygluðu áfengi og 550 lengjur af vindlingum fund- ust um borð í skipinu eftir umfangsmikla leit Toll- gæslunnar í Reykjavík. 1078 Íslensk fiskiskip, einkum togarar, hafa lengi siglt með aflann til Englands og Þýskalands. Þessar sigl- ingar hafa gengið í bylgjum en um 1990 var orðið mjög lítið um þær. 1079 Með meiri tæknivæðingu við uppskipun stoppuðu skipin skemur í erlendu höfn- unum svo að áhöfnum gafst ekki tími til að kaupa áfengi og finna felustaði fyrir það 1080 Tollgæslan efldist líka og trúlega dró úr smygli á áfengi eftir aldamótin 2000. ÁTVR opnaði hverja smáverslunina á fætur annarri víða um land og aðgengi að áfengi eftir lög- legum leiðum var orðið greiðara, en væntanlega var auðveldara að selja smyglað áfengi á stöðum þar sem enga áfengisútsölu var að finna. Smyglvarningurinn sem seldur var um allt land var að vísu ódýrari en vodkinn í vínbúðunum en á móti kom að þessi við- skipti voru ólögleg og gátu orðið að lögreglumáli. Ekki voru það eingöngu Íslendingar sem voru að smygla áfengi. Margar ábendingar höfðu borist ÁTVR um að umtalsvert magn áfengis og tóbaks bærist inn í landið með rússneskum togurum. Árið 1992 lönduðu margir rússneskir togarar afla úr Barentshafi í íslensk- um höfnum. Í nóvember þetta ár var sala á vindling- um á Sauðárkróki minni en á sama tíma árið áður. Starfsmenn ÁTVR héldu því fram að þessi samdráttur væri vegna þess að mikið af búlgörskum vindlingum Tollverðir að störfum við leit að smygli. 314
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==