Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

hefði borist í land sem greiðsla fyrir aflóga bíla. Sögu- sagnir voru um að rússneskar skipshafnir greiddu einnig fyrir bíla með áfengi en erfitt er að styðja þá sögn með sölutölum ÁTVR. Í bréfi til fjármálaráðu- neytisins benti ÁTVR á nauðsyn þess að eftirlit yrði hert með viðskiptum sem erlendir sjómenn ættu við Íslendinga meðan á landlegu stendur. 1081 Afstaða manna til smygls einkenndist lengi vel af nokkru umburðarlyndi. Jafnvel var talað um að kaup og kjör farmanna tækju mið af því að þeir hefðu auka- tekjur af smygli. Á meðan smygl barst með fiskiskip- unum sem oft voru gerð út frá minni stöðum keypti fólk smyglað áfengi af nágrönnum sínum og ættingj- um. Sú saga heyrðist að bjórbannið skipti engu máli í fiskibæjunum, sjómennirnir sæju bæjarbúum fyrir öllum þeim bjór sem þeir vildu drekka. Bjórbannið væri því eingöngu mál Reykvíkinga. Menn eru treg- ari til að kaupa smyglaðan varning af ókunnugum og umburðarlyndi gagnvart smygluðu áfengi er minna en áður. Erlendar fréttir af hættulegum smyglvarningi gætu líka hafa leitt til andstöðu við smygl. Í Noregi létust um 20 manns af völdum smyglaðs áfengis í svokölluðu metanólmáli sem kom upp á árunum 2001–2004. 1082 Fríhöfnin Heimildir skipverja og flugverja, eins og flugáhafn- ir eru kallaðar í reglugerð um tollfrjálsan farangur, takmörkuðust í fyrstu við sterkt áfengi og létt vín. Seinna var þessum aðilum heimilað að flytja inn toll- frjálsan bjór. Tollfrjálsa áfengið sem sjómenn fluttu inn til landsins var oftast keypt erlendis en mestallt tollfrjálst áfengi sem flugáhafnir flytja inn til landsins er keypt í Fríhöfninni. Engar opinberar skýrslur eru til um sölu áfengis í Fríhöfninni svo að salan þar er ekki talin með í yfirliti Hagstofu Íslands yfir áfengis- sölu í landinu. Eins og vikið var að í kaflanum um bjórkomuna breyttust vinnubrögðin um 1980. Ferðamenn gátu þá farið að kaupa bjór í Fríhöfninni eins og flugáhafn- ir. Á níunda áratugnum var bjórsalan í Fríhöfninni því umtalsverð enda var þarna á ferðinni áfengur drykkur sem ekki var til sölu í verslunum ÁTVR. Þegar bjórsala var leyfð var þess að vænta að drægi úr áhuga ferðamanna að bera með sér kassa af bjór til viðbótar öðrum farangri. Svo mjög dró úr sölu bjórs í Fríhöfninni eftir að hann kom í verslanir ÁTVR, að í júlí árið 1989 var sagt frá því að utanríkisráðuneytið hefði tekið þá ákvörðun að hætta sölu bjórs í Fríhöfn- inni að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið. 1083 Til- drögin voru þau að ríkissjóður hagnaðist ekki lengur á því að bjór væri seldur farþegum við komu til lands- ins, því að slík sala drægi úr sölu bjórs í verslunum ÁTVR. Önnur ástæða var sú að ef áfram átti að selja bjór í Fríhöfninni þurfti að byggja birgðaskemmu fyrir tugi milljóna. Guðmundur Jónsson forstjóri Frí- hafnarinnar hafnaði þeim rökum að fólk keypti minni bjór hjá ÁTVR þótt það keypti bjór í Fríhöfninni, því að Fríhafnarsalan væri viðbótarneysla. Hugmyndir Guðmundar hafa stuðning af norskum rannsóknum sem hafa sýnt að áfengi og einkum sterkt áfengi sem keypt er í fríhöfnum er viðbót við venjulega áfengis- neyslu. 1084 Fyrstu þrjá mánuði ársins 1990 var því ekki seldur bjór í Fríhöfninni. Sala á bjór hófst þá aftur þar sem Fríhöfnin, ríkissjóður, heildsalar og íslenskir framleiðendur töldu sig hafa tekjur af komusölunni. Á sjöunda áratugnum hófust skemmtiferðir Íslendinga til útlanda að einhverju marki. Utanlands- ferðum fjölgaði allt fram til hrunsins 2008. Meirihluti Íslendinga sem er að koma frá útlöndum kaupir leyfi- legan skammt af tollfrjálsu áfengi í Fríhöfnni. Hún er því í samkeppni við áfengisverslanirnar. Reynt hefur verið að meta hvað tollfrjálst áfengi er hátt hlutfall af heildaráfengisneyslu í 15 löndum Evrópusam- bandsins og árið 1995 var talið að þetta hĺutfall væri 1,2%. 1085 Reglur um tollfrjálst áfengi voru einmitt eitt af þeim atriðum sem samið var um í aðildarviðræðum Finnlands, Noregs og Svíþjóðar við Evrópusamband- ið. Reglurnar um innflutning tollfrjáls áfengis innan Evrópusambandsins voru of rúmar til að samræmast norrænni áfengispólitík. Árið 1999 var hætt að selja tollfrjálst áfengi til ferðamanna sem ferðuðust innan 315

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==