Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Þetta voru spurningar sem stjórnendur ÁTVR og fjár- málaráðuneytið þurftu að svara. Lagerrými í birgða- stöð var stækkað og starfsfólki fjölgað um 7 manns. Vegna þrengsla voru verslanir ÁTVR illa undir það búnar að selja bjór, enda er hann plássfrekur og því erfitt að selja hann yfir búðarborð. Þar sem því varð við komið var hafist handa við að breyta verslununum og tekin var upp sjálfsafgreiðsla á Akranesi, Ísafirði, Selfossi og Akureyri 945 . Fjármálaráðuneytið byggði ákvarðanir sínar um verðlagningu á bjór á tillögum nefndar um átak í áfengisvörnum eins og þær voru útfærðar af ÁTVR. 946 Bjórinn skyldi verðlagður eftir sömu reglum og annað áfengi en sérstakt gjald var lagt á erlendan bjór sem fluttur var inn í gámum til átöppunar og enn hærra gjald á bjór sem fluttur var inn í neytendaumbúðum eða tunnum. Til viðbótar kom svo skilagjald fyrir umbúðir. Ákveðið var að minnsta sölueining yrði sex 33 cl flöskur eða dósir. Miðað var við að ein sölueining af bjór væri hliðstæða einnar flösku af léttu víni. Bjór í hálfs lítra dósum kom ekki í sölu fyrr en 1993. ÁTVR hóf svo að selja bjórdósir í stykkjatali árið 1997 en seldi ekki bjórflöskur á sama hátt fyrr en ári síðar, eftir að Samkeppnisráð ályktaði að með þessu móti væri verið að mismuna bæði framleiðendum og innflytjendum. Ekki var talið unnt að banna sölu á bjór í einnota umbúðum, en ÁTVR keypti ekki bjór í járndósum þar sem þær hentuðu ekki til endur- vinnslu. Ráðuneytið taldi rétt, eins og ÁTVR lagði til, að bjór yrði ekki seldur í dósum með lausum flipum. Ástæðan var sú að reynsla annars staðar frá hafði sýnt að þeim fylgdi sóðaskapur. Ráðuneytið ákvað að sterkasti bjórinn yrði 5,6% að styrkleika miðað við rúmmál, sem var innan svipaðra marka og Svíar og Finnar höfðu sett. Þessum reglum var fylgt í mörg ár en þegar útboðum á bjór var hætt og reynslusala tekin upp, reyndist torvelt að fylgja reglunum um styrkleika Sala á bjór hófst í áfengisverslunum 1. mars 1989 eftir 74 ára bann. 253
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==