Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Evrópusambandsins. Íbúar í Evrópusambandslöndun- um mega flytja inn nánast ótakmarkað magn af bjór, léttu víni og sterku áfengi til eigin neyslu. Til þess að tryggja að innflutningurinn sé til eigin neyslu hafa þó verið settar leiðbeinandi reglur. Áfengi keypt í þriðja landi, utan innri markaðarins, er hins vegar tollskylt þegar komið er til lands í Evrópusambandinu. Þegar Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusam- bandið 1. janúar 1995 fengu löndin samþykktar tíma- bundnar sérreglur um tollfrjálst áfengi ferðamanna sem skyldu gilda til 31. desember 2003. Í aðildarvið- ræðunum hafði verið fallist á sömu reglur fyrir Noreg, en þar semNorðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu héldu þeir sínum reglum um tollfrjálst áfengi óbreyttum. Norðmenn rýmkuðu sínar reglur um toll- frjálst áfengi lítillega árið 2006 og íslensku reglurnar urðu líka rýmri árið 2008 og aftur árið 2011. Tollfrjálsi innflutningurinn skapaði þrýsting á áfengiseinkasölurnar í Finnlandi og Svíþjóð. Svíar fluttu inn áfengi frá Danmörku þar sem verðið var lægra og þegar Eistland gekk í Evrópusambandið jókst landamæraverslun Finna, þar sem áfengi er miklu ódýrara í Eistlandi en í Finnlandi. Mikið af áfengi var því flutt inn án þess að sænska og finnska ríkið hefðu skatttekjur af því. Danir gátu líka farið til Þýskalands og keypt ódýrara áfengi og flutt með sér heim til Danmerkur. Á árunum frá 1997 til 2004 lækkuðu áfengisskattar í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Jafnvel Norðmenn lækkuðu áfengisskatt á sterkt áfengi tvisvar á árunum 2002–2003 til þess að draga úr áfengiskaupum Norð- manna í Svíþjóð. Áfengisverslun yfir landamæri hefur því haft veruleg áhrif á áfengisverð og áfengisneyslu á Norðurlöndum, nema á Íslandi og í Færeyjum. Settar voru fram kröfur um lægri áfengisskatta bæði í Finnlandi og Svíþjóð til þess að draga úr hvatanum til þess að kaupa áfengi í grannlöndunum. Frekari skattalækkanir hafa þó ekki verið samþykktar. Þar sem reglurnar um tollfrjálsa áfengið ná ekki yfir Evrópska efnahagssvæðið en eru bundnar við lönd Evrópusambandsins, hefur ekki verið talið nauðsynlegt að breyta reglunum hér á landi. Árið Tollfrjálst áfengi er selt ferðamönnum í Fríhöfn- inni í Keflavík. Heildar- magn þess kemur ekki fram í opinberum tölum um áfengissölu. 316
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==