Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

2008 var þó sett reglugerð (nr. 630/2008) um ýmis tollfríðindi og með breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, sem tóku gildi 21. júní 2011, var bjórskammturinn hækkaður. 1086 Samkvæmt henni mega ferðamenn flytja inn tollfrjálst áfengi sem hér segir: einn lítra af sterku áfengi og einn lítra af léttu víni og 6 lítra af bjór, eða einn lítra af sterku áfengi og 9 lítra af bjór, eða einn og hálfan lítra af léttu víni og 9 lítra af bjór, eða 12 lítra af bjór. Þessar nýju reglur eru til þess fallnar að auka sölu á tollfrjálsu áfengi og efla Fríhöfnina í samkeppni við ÁTVR um áfengiskaup. Fleiri utanlandsferðir og meiri áfengisneysla á ferðalögum hafa því ýtt undir aukna áfengisneyslu. Margar rannsóknir benda til þess að ferðamenn, sérstaklega þeir sem koma frá löndum þar sem áfengi er dýrt eins og á Íslandi, drekki meira áfengi á ferðalögum en heima hjá sér. Þar kynnast þeir nýjum siðum og fá smekk fyrir nýjum áfengisteg- undum. Þess vegna er líklegt að mikil ferðamennska Íslendinga í útlöndum hafi ýtt undir breyttar venjur og meiri áfengisneyslu þegar heim er komið. Þannig stuðla ferðalög Íslendinga til útlanda mjög líklega að auknum umsvifum ÁTVR. Vínveitingahúsin Meðan ÁTVR rak heildsölu áfengis var allt áfengi sem veitingamenn seldu gestum sínum keypt hjá ÁTVR. Þegar heildsalan var aflögð árið 1995 fóru veitingamenn að kaupa aðrar tegundir áfengis en þær sem seldar voru í vínbúðunum. Hæpið er þó að tala um samkeppni um sölu víntegunda þar sem verðið á veitingastöðunum er miklu hærra en verð á svipaðri vöru í vínbúðunum. Lengi vel var torsótt fyrir veitingamenn að fá vín- veitingaleyfi. Til þess þurfti umsögn áfengisvarnar- nefndar í sveitarfélaginu og nefndirnar voru nær alltaf á móti leyfisveitingunum. Kráarsetur voru álitnar ógna heimilunum og þótt hátt verðlag tempri drykkju koma dýr áfengiskaup niður á fjárhag fjölskyldna. Aðhaldið á vínveitingastöðunum er lítið, þar má alltaf panta fleiri drykki, en heima klárast úr flöskunni. Frá sjónarhóli fjölskylduverndar eru kostirnir við kráardrykkjuna þeir að heimilið er áfengislaust svæði og þannig má vernda börn fyrir áfengisneyslu foreldranna. Á styrjaldarárunum festist í sessi að halda partý í heimahúsum og slík samkvæmi urðu eitt einkenni á skemmtanalífi í Reykjavík allt fram til 1990. 1087 Heimasamkvæmi voru vinsæl en almennar sam- komur voru oft haldnar í félagsheimilum og í sam- kvæmissölum veitingastaða sem á sjötta og sjöunda áratugnum og jafnvel lengur fengu tækifærisleyfi til vínveitinga. Þekkt var að menn væru með pela í vasanum og snöfsuðu sig á laun, bæði á vínveitinga- stöðum og áfengislausum skemmtunum. Smáflöskur með áfengi voru ekki seldar í verslunum ÁTVR vegna andstöðu veitingamanna sem töldu að gestir kæmu með þær inn á veitingastaði og þeir hefðu því ekki tekjur af viðkomandi gestum. Með bjórnum gjör- breyttist skemmtanahald og stóru diskótekin lokuðu en krám, kaffihúsum og minni veitingastöðum með vínveitingaleyfi fjölgaði á stuttum tíma. Reyndar voru lítil veitingahús sem seldu vín með mat orðin vinsæl áður en bjórinn kom en hann herti á breytingu sem var þegar hafin. Dómsmálaráðuneytið veitti vínveitingaleyfi í fyrstu en seinna voru leyfisveitingar hjá lögreglu. Árið 1998 var lögum breytt í þá veru að færa leyfisveitingarnar til sveitarstjórna. Þetta var í samræmi við þá stefnu að færa ákvarðanavald frá ríkinu til sveitarstjórna. Smám saman breyttust viðhorfin og ekki var lengur litið á leyfisveitingu sem sérstaka hagsbót heldur sem rétt sem skyldi veita umsækjanda svo framarlega sem hann eða hún uppfyllti lög og reglugerðir. Sveitar- félögin voru áfram um að styðja rekstur veitingastaða og því réðu frekar efnahagsleg sjónarmið en áfengis- stefna því að vínveitingaleyfum fjölgaði. Reglur um vínveitingaleyfi voru mjög flóknar og til þess að gera þær einfaldari voru samþykkt ný lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þrátt fyrir þessar breytingar eru enn gerðar strangar kröfur til rétthafa vínveitingaleyfa. Áfengi á veitingastöðum hefur alltaf verið frekar dýrt. Verðinu var stýrt og hámarksálagning á sterkt 317

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==