Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

áfengi sem selt var í veitingahúsum var 50% fyrir áfengi sem selt var í heilum eða hálfum flöskum. Ef áfengi var selt í smærri skömmtum var hún 80%. Þegar bjórsala var leyfð árið 1989 var álagning á bjór í veitingahúsum gefin frjáls. Hlutfall þess áfengis sem selt var á vínveitinga- stöðum var talið vera 10% alls áfengis sem selt var í landinu árið 1970. 1088 Árið 1990 hækkaði þetta hlut- fall í 20% og árið 2000 var það orðið 25%. Síðan virðist hlutfallið hafa lækkað og var komið í 21% árið 2006. Þetta er lágt hlutfall miðað við mörg önnur lönd. Árið 1997 var sambærilegt hlutfall 76% á Írlandi, 65% á Spáni og 55 % í Belgíu en í þessum löndum fer meiri- hluti áfengisneyslu fram á krám og börum. 1089 Óskráð áfengi, áhætta og umburðarlyndi Vitað er að skráð áfengisneysla, þ.e. sala ÁTVR og birgja eins og hún var skráð af Hagstofu Íslands, náði aldrei yfir alla áfengisneyslu í landinu. Heimabrugg, smyglað áfengi og tollfrjálst áfengi koma til viðbótar því sem ÁTVR og vínveitingahúsin selja. Á seinni árum hefur þáttur heimbruggs og smygls án efa minnkað verulega en hlutur hins tollfrjálsa áfengis hefur aukist þeim mun meira. Heimabrugg og smyglað áfengi lúta ekki sömu gæðakröfum og áfengi sem er framleitt í löglegum brugghúsum, víngerðum og verksmiðjum. Þær þurfa að hlíta ströngum kröfum um hreinlæti og eru háðar ströngu eftirliti. Fyrrnefnda starfsemin er því óheppi- leg frá heilbrigðissjónarmiðum og ef hún er umfangs- mikil verður ríkissjóður af miklum skatttekjum vegna hennar. Heimagert vín og brugg hefur trúlega aðallega verið framleitt til einkanota. Unglingar sem ekki hafa náð tilteknumáfengiskaupaaldri hafa þó löngumverið markhópur bruggara. Smyglið hefur fremur beinst að ungum og tekjulágum karlmönnum. Rannsóknir frá Noregi hafa sýnt að konur neyta heimgerðs áfengis en kaupa eða neyta afar sjaldan smyglaðs áfengis. 1090 Athyglisvert er hvað ÁTVR var virkt í því að upp- ræta smygl í byrjun tíunda áratugarins. ÁTVR reyndi því að gæta hagsmuna ríkissjóðs og koma í veg fyrir að fyrirtækið væri í samkeppni við bruggara og smyglara. Árið 1995 skrifaði Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn grein í Morgunblaðið : „Gegn bruggurum“. 1091 Í greininni segir: ,,Almenn- ingsálitið gagnvart framleiðslu ólöglegs áfengis skiptir miklu máli. Eftir því sem meiri samstaða er á meðal almennings og eftir því sem almennari vilji er um að hafna viðskiptum við söluaðilana því minni ástæða er fyrir þá að stunda hina ólöglegu starfsemi.“ Greinin er skrifuð að gefnu tilefni því að á þessum tíma hafði lögregla verið að stöðva talsverða brugg- og landaframleiðslu. Töluvert umburðarlyndi var gagnvart bruggi og smygli og voru þau viðhorf leifar frá bannárunum. Þeir sem voru harðastir í andstöðu sinni gegn áfengisbanninu virtu það ekki og brugg- uðu sjálfir. Sumir þeirra stunduðu jafnvel umfangs- mikla sölustarfsemi. Þegar banninu var aflétt var sett ströng löggjöf sem var afdráttarlaus í þeim efnum að ríkið hafði einkaleyfi á framleiðslu og sölu áfengis. Almennt hefur fólk verið tilbúið til að líta fram hjá löggjöfinni þegar um er að ræða heimagerð vín til eigin nota en landasala til unglinga er almennt for- dæmd. Mest er þó andstaðan við slíka starfsemi þegar saman fer sala á ólöglegu áfengi og öðrum vímuefn- um sem eru ólögleg. Yfirlit Þótt langmest af öllu áfengi sem landsmenn neyttu væri keypt í útsölum ÁTVR var áfengi líka selt í frí- höfn og í veitingahúsum. Auk þess var alltaf eitthvað um að ólöglegt áfengi væri í boði, bæði heimagert áfengi og smygl. ÁTVR var því ekki eini söluaðilinn en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hlutfall þess áfengis sem ÁTVR hefur selt og áfengis sem er selt annars staðar. Á níunda áratugnum reyndi ÁTVR að vera virkt í eftirliti með ólöglegri sölu á áfengi og hindra að fyrirtækið væri i samkeppni við bruggara og smyglara. 318

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==