Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
ur í útlöndum og var oftar erlendis en fyrirrennarar hennar og því kom oftar og lengur til kasta handhafa forsetavalds en áður. Tímarnir höfðu líka breyst og ferðalög milli landa orðin auðveldari. Ríkisendur- skoðun tók málið til afgreiðslu og Halldór Ásgríms- son dómsmálaráðherra vék Magnúsi úr dómara- embætti um stundarsakir meðan málið var rekið fyrir dómstólum. Magnús sagði síðan af sér embætti forseta Hæstaréttar en var dæmdur af Hæstarétti til að víkja úr embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Magnús höfðaði síðan mál gegn dómsmálaráðherra vegna frávikningar í starfi. Ríkið vann málið en í dómnum kom fram að mjög frjálslega var farið með heimildirnar og margir höfðu litið á þær sem hlunn- indi eða launabót til þeirra er nutu. Við rannsókn málsins kom fram að fleiri handhafar forsetavalds höfðu líka keypt mikið magn áfengis á sérkjörum. 1094 Forsendur dómsins voru þær að Magnús hefði keypt svo mikið af áfengi á svonefndu kostnaðarverði að það teldist verulega umfram það sem hæfilegt eða heimilt gæti talist. Með svo umfangsmiklum kaupum þótti ljóst að áfengið hefði að langmestum hluta verið ætlað til einkanota og hæstaréttardómarinn hefði því misnotað stöðu sína og aðstöðu í bága við ákvæði laga og rýrt álit sitt svo siðferðilega að hann mætti ekki lengur gegna dómaraembætti. Þar sem reglurnar um áfengiskaupin voru óljósar var sjónarmið Magnúsar að hann hefði haft til þeirra fulla heimild, enda hefðu starfsmenn ÁTVR ekki gert athugasemdir við þau. Ekki var fallist á þessa skoðun og í hæstaréttardómnum segir „ … og ekki var þess að vænta, að starfsmenn Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins gætu leiðbeint í þessu efni, eins og stefndi virðist hafa reitt sig á.“ 1095 Í þessu máli kom fram að eftirlitshlutverk ÁTVR með áfengiskaupum æðstu manna ríkisins var virkt og í samræmi við góða stjórnsýslu. Í ársbyrjun 1989 voru settar nýjar reglur um áfeng- iskaupafríðindi og voru handhafar forsetavalds nú teknir af skránni. 1096 Í nýju reglunum var skýrt kveðið á um að heimildin til kaupa á áfengi og tóbaki á sér- stöku verði væri háð því að vörurnar væru notaðar til risnu á vegum þessara aðila, kaupin færð í bókhald og greitt af þeim. Árið 1995 ákvað svo forsætisráðu- neytið, að höfðu samráði við Eíkisendurskoðun, að samþykkja þá tillögu dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins að um kaup biskups Íslands á áfengi til opinberra nota, vegna embættisreksturs hans, giltu sömu reglur og fyrir ríkisstjórn og sendimenn. 1097 Við forstjóraskipti ÁTVR árið 2005 var stöðuheiti forstjóra ÁTVR hins vegar tekið af listanum yfir þá embættismenn sem hafa rétt til sérkjara við kaup á áfengi. Kaupendur og neytendur áfengis Bannárin urðu til þess að kynslóðir Íslendinga sem fæddust á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar ólust upp við litla sem enga áfengisneyslu. Ungir og miðaldra karlar voru líklegastir til að drekka áfengi ef það var í boði en fæstar konur drukku áfengi allt fram á átt- unda áratug tuttugustu aldarinnar. Fyrstu kannanirnar sem gerðar voru á áfengis- neyslu Íslendinga voru rannsóknir Tómasar Helga- son prófessors, Gylfa Ásmundssonar sálfræðings og Jóhannesar Bergsveinssonar geðlæknis, sem störfuðu þá á Kleppsspítalanum. Fyrsta rannsókn þeirra var gerð í Reykjavík árið 1972 og tveimur árum seinna á öllu landinu. Þessi rannsókn var merkileg sökum þess að hún var langtímarannsókn og var sami spurn- ingalisti lagður fyrir sama fólkið fimm árum síðar og enn aftur að öðrum fimm árum liðnum, þ.e. árin 1979 og 1984. Þannig urðu til upplýsingar um breytingar á áfengisneysluvenjum fólks um tíu ára skeið. Niður- stöðurnar sýndu að eldra fólk sem ekki hafði drukkið áfengi fyrr á ævinni fór að neyta áfengis og neyt- endum áfengis fjölgaði því stöðugt. Árið 1979 tók Ísland þátt í norræni rannsókn á áfengisneysluvenjum sem náði til fleiri aldurshópa en fyrri kannanir. Í þessari rannsókn voru bornar saman neysluvenjur, viðhorf til áfengisneyslu og tjón af völdum áfengis. Athyglisvert er að fjöldi bindindis- manna var hlutfallslega mestur hér á landi, Íslend- ingar drukku sjaldnar og urðu fyrir minna tjóni af 320
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==