Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

völdum áfengis en Norðmenn, Svíar og Finnar. Danir tóku ekki þátt í rannsókninni. Hins vegar var viðhorf Íslendinga til áfengisneyslu hefðbundnast. Þeir töldu sjaldan við hæfi að drekka áfengi nema við hátíðleg tækifæri. Við aðstæður þar sem talið var viðeigandi að drekka áfengi var líka gert ráð fyrir því að ölvun væri leyfð. Á árunum fyrir og eftir bjórkomuna, þ.e. á árun- um 1988, 1989 og 1992 voru gerðar rannsóknir á vegum geðdeildar Landspítalans til þess að meta áhrif lögleiðingar bjórs á áfengisvenjur og áfengistengd vandamál. Bjórsala varð til þess að heildarneysla áfengis jókst um 23% á einu ári. Lýðheilsustöð stóð fyrir rannsóknum á áfengisneysluvenjum árin 2000, 2004 og í heilsufarsrannsókn sömu stofnunar sem gerð var 2007 voru nokkrar spurningar um áfengis- neyslu. Allar voru spurningakannanirnar lagðar fyrir slembiúrtök fólks á öllu landinu en aldur þátttakenda var nokkuð mismunandi. Allar þessar rannsóknir sýndu að á síðasta fjórðungi tuttugustu aldarinnar hækkaði hlutfall þeirra sem drukku áfengi og þeir sem neyttu áfengis gerðu það oftar. Drykkjumynstrið var að breytast og til viðbótar því að hafa áfengi um hönd við hátíðleg tækifæri var fólk farið að fá sé í glas þótt tilefnið væri lítilvægt. Áfengi var því oftar drukkið án þess að neyslunni fylgdi alltaf ölvun, en ölvunardrykkja tíðkaðist þó enn. Rannsóknir á unglingadrykkju hófust um svipað leyti og rannsóknir á áfengisneyslu fullorðinna. Niðurstöður þeirra voru að unglingar voru farnir að prófa áfengisneyslu um 13-14 ára aldur. Unglinga- drykkja jókst á áttunda og níunda áratugnum en um miðjan tíunda ártuginn varð viðsnúningur og á næstu árum dró úr henni vegna forvarnastarfsemi sem beindist að vitundarvakningu foreldra um áfengis- neyslu ungmenna. Lögum samkvæmt má enginn undir 20 ára aldri kaupa áfengi í vínbúðum ÁTVR. Vitað er að ung- lingar biðja aðra að kaupa áfengi fyrir sig og þeir geta því neytt áfengis sem keypt er í vínbúðunum þótt þeir hafi ekki sjálfir keypt það. Sennilega er mestallt áfengi sem unglingar drekka keypt í vínbúðunum. Samt er vitað að unglingar eru oft markhópur þeirra sem stunda ólöglega sölu á heimagerðum landa og bruggi og svo eru dæmi um að unglingar bruggi til eigin neyslu. Ólögleg framleiðsla áfengis sem bygg- ist á sölu til unglinga stendur sjaldnast lengi, þar sem hún spyrst út og er þá stöðvuð. Viðskiptavinum ÁTVR hefur fjölgað nokkurn veginn í takt við mannfjöldann. Þótt bindindishug- sjónin hafi verið á undanhaldi og þeim hafi fækkað sem eru bindindismenn ævilangt, er ekki sjálfgefið að allir drekki áfengi. Veikindi, meðganga, hátt verð, takmarkað aðgengi eða áhugaleysi um áfenga drykki Fjöldi áfengisneytenda samkvæmt neyslukönnunum frá 1974–2007 Ár og aldur svarenda Bindindismenn, hlutfall Áfengisneytendur, hlutfall Áætlaður fjöldi áfengisneytenda Mannfjöldi 1974 (20-49 ára) 18% 82% 97.500 118.912 1979 (20-49 ára) 16% 84% 130.732 1979 (20-69 ára) 19% 81% 106.000 130.732 1988 (20-69 ára) 13% 87% 134.000 154.166 1989 (20-69 ára) 16% 84% 132.000 157.420 1992 (20-69 ára) 12% 88% 144.000 163.281 2000 (18-75 ára) 14% 86% 154.000 179.576 321

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==