Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

geta verið tímabundnar eða langvarandi ástæður þess að fólk drekkur ekki áfengi. Ekki eru þó allir áfengisneytendur viðskiptavinir vínbúðanna. Venj- urnar voru lengi vel þær að karlarnir fóru í „ríkið“ þótt konur sæju um innkaup til heimilisins. Konur komu því sjaldnar í áfengisútsölurnar en karlar þótt þær neyttu áfengis. Áfengisútsala að Laugarásvegi 1 var kölluð „konuríki“ vegna þess að konur veigruðu sér síður við að fara inn í hana en aðrar áfengisút- sölur. Áfengisútsalan var í íbúðarhverfi við hlið mat- vöruverslunar og fleiri verslana og bar því minna á að konur kæmu þar inn. Smám saman breyttust þó viðhorfin þegar áfengisneysla kvenna varð almennari og vín með mat varð algengara. Fjölgun áfengisneyt- enda á kostnað bindindismanna hefur þó ekki allt að segja fyrir álagið í vínbúðunum. Tíðari áfengisneysla leiddi til þess að fólk keypti áfengi oftar en áður. Þeim sem koma í vínbúðirnar hefur því fjölgað og þar þarf að afgreiða miklu fleiri viðskiptavini en áður. Gagnrýnin viðhorf Áfengisverslun ríkisins hefur alla tíð verið umdeild og oft er erfitt að greina hvað mótar viðhorfin til ÁTVR. Sumir eru andvígir því að ríkið reki áfengisverslun og finna henni allt til foráttu. Aðrir eru hlynntir einkasölu áfengis en finnst ÁTVR hafa takmarkað vöruúrval og ekki veita nógu góða þjónustu. Margir hafa ranglega beint gagnrýni sinni á hátt áfengisverð að ÁTVR en ekki að Alþingi sem ákveður áfengisskattinn með lögum, en hann ræður miklu um útsöluverð áfengis. Einn dálkahöfundur hélt lengi uppi gagnrýni á ÁTVR en það var Víkverji Morgunblaðsins , sem sífellt gerði athugasemdir við starfsemina í skrifum sínum á tíunda ártugnum og fram undir 2005. Afstaða hans mótaðist af því að hann var andsnúinn ríkisrekstri og taldi ÁTVR vera dæmi um ríkisfyrirtæki þar sem reglur væru fremur settar með hagsmuni fyrirtækis- ins og þægindi starfsfólks í huga, fremur en óskir neytandans. 1098 Í nóvember 1995 gagnrýndi Víkverji ÁTVR fyrir takmarkaðan afgreiðslutíma, að hafa aðeins þrjár verslanir opnar á laugardögum og það allt of stutt, aðeins frá kl. 10-12. 1099 Þá taldi hann ástæðu til að lengja afgreiðslutímann á daginn. Seinna sama ár fann Víkverji að vöruúrvali og þjónustulund starfs- fólks. 1100 Nokkrum árum seinna fann hann að flóknu reynslukerfi til kynningar á nýjum víntegundum og almennt að vöruúrvali. 1101 Viðhorf Víkverja til ÁTVR milduðust um síðir og þar kom að hann taldi hafa orðið töluverðar framfarir í þjónustu og hann kunni að meta að útsölustöðum fjölgaði smátt og smátt. Vínpistlahöfundur Morgunblaðsins , Steingrímur Sigurgeirsson, átaldi ÁTVR árið 1990 fyrir að standa langt að baki norrænu áfengisverslununum hvað snerti útgáfu kynningar- og leiðbeiningabæklinga. 1102 Margir aðrir sem skrifuðu um vín gagnrýndu ÁTVR oftlega fyrir vöruval, sem væri takmarkað, en þegar sérpöntunarþjónustan var tekin upp gat vínáhuga- fólk pantað allar víntegundir sem það vildi fá. Með reglunum um sérpantanir og reynslulista urðu inn- kaup markvissari og fjölbreytni jókst og þessar gagn- rýnisraddir þögnuðu að mestu en þó ekki alveg. Steingrímur Sigurgeirsson skrifaði í ágúst 2005 heil- síðugreinina „Er vínbyltingin að éta börnin sín?“ 1103 Hún hefst á setningunni: „Starfsemi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Þegar rifjað er upp hvernig vínsölumál- um hér á landi var háttað fyrir rúmum áratug finnst manni nánast ótrúlegt að neytendur skuli yfirhöfuð hafa látið bjóða sér þá þjónustu eða öllu heldur það þjónustuleysi er þá þótti sjálfsagt.“ Síðan lofar hann Með nýjum matarvenjum varð algengara að hafa vín með mat. 322

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==