Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
sjálfsafgreiðsluna, hlýlegri og huggulegri búðir og meira framboð víns. En tímabil fjölbreyttra gæðavína stóð ekki lengi að mati greinarhöfundar, þar sem búið væri að leggja sérlistann af og sífelldar breytingar á reynslusölufyrirkomulagi hefðu gert að verkum að vönduð vín ættu stöðugt erfiðara uppdráttar. Gild- andi sölukerfi gerði kröfur til stöðugs framboðs og stöðugrar sölu og þetta leiddi til óspennandi eins leitni í vínúrvali sagði hann. „ … allt er að fyllast af keimlíkum vínum í þriggja lítra belgjum og að því er virðist óendanlega mörgum tegundum af Cabernet Sauvignon, Chardonnay og Merlot frá Chile, Ástralíu og Suður-Afríku á 990 krónur.“ Nýtt fyrirkomulag um söluflokka sé engin trygging fyrir því „ … að með breytingunum takist að endurheimta þá breidd sem komin var í vöruúrvalið fyrir nokkrum árum“ skrif- aði Steingrímur árið 2005. Þessi sjónarmið vínáhuga- mannsins sýna að ÁTVR var að koma til móts við stærsta neytendahópinn, sem vildi kaupa þokkaleg vín á viðráðanlegu verði, en tók ekki mið af óskum vínáhugamanna. Almenningur var ekki mikið að tjá sig opinberlega um áfengisverslunina með lesendabréfum eða greina skrifum. Forystumenn bindindishreyfingarinnar skrif uðu oft í dagblöð og gegn notkun áfengis en þeir tóku sjaldan afstöðu til ÁTVR. Árni Gunnlaugsson lögmaður í Hafnarfirði ásakaði þó ÁTVR fyrir að kynna og útbreiða notkun áfengis. 1104 Bindindisfröm- uður eins og Árni Helgason í Stykkishólmi beindi ekki spjótum sínum að ÁTVR en hann gagnrýndi t.d. starfsemi SÁÁ. 1105 Afstaða bindindismanna var iðulega sú að úr því að samfélagið samþykkti að selja áfengi væri eins gott að ríkið gerði það, og um það væri ekki meira að segja. Þeir sem ákafastir hafa verið í því að lýsa skoðun- um sínum á ÁTVR voru hagsmunaaðilar í verslun og þjónustu sem vildu leggja ÁTVR niður. Flestir þeirra voru í grundvallaratriðum andvígir því að ríkið ræki áfengisverslun og vildu að hún færðist í hendur einka- aðila. Birgjar hafa almennt verið hlynntir núverandi fyrirkomulagi á áfengissölu. Verslunarráð Íslands (nú Viðskiptaráð) og Félag stórkaupmanna hafa oft beitt þeim rökum að viðskipta- og starfshættir áfengis- einkasölunnar séu óviðundandi og framboð vara ekki nógu gott. 1106 Slíkar aðfinnslur eru þó líklega frekar settar fram til að grafa undan fyrirtækinu en vegna þess að óskað sé eftir umbótum. Skoðanakannanir Vaxandi skilningur hefur verið á því að styrkur ÁTVR byggist á stuðningi almennings við fyrirtækið en ekki eingöngu á grundvallarafstöðu stjórnmálamanna til áfengisstefnu og ríkisvalds. Árið 1996 framkvæmdi ÍM Gallup fyrstu skoðanakönnunina fyrir ÁTVR. 1107 Tekið var slembiúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldr- inum 20–75 ára og var um símakönnun að ræða. Stærð úrtaks var 1098 manns og svörun var góð, 74%. ÁTVR fékk Gallup aftur til að gera svipaða könnun árið 2000 og enn árið 2003 en þá var úrtakið minna, alls 590 manns á sama aldri og í könnuninni frá 1996. 1108 Í þetta skipti hafði svarhlutfallið lækkað í 65%. Frá 2003 hefur Capacent Gallup gert slíkar kannanir árlega fyrir ÁTVR og árið 2009 var úrtakið 1250 manns, 20 ára og eldri, og svarhlutfallið var 66%. 1109 Tíundi áratugurinn var tímabil áforma um einka- væðingu ríkisfyrirtækja og í kjölfarið voru mörg ríkisfyrirtæki einkavædd. Ráðandi viðhorf voru þau að ríkið ætti ekki að standa í verslunarrekstri. Afstaða fólks til ríkisrekinnar áfengissölu mótaðist því frekar af afstöðu manna til þess hver ættu að vera verkefni ríkisins, en þekkingu á því hversu gott tæki áfengis- einkasala er til að stýra aðgengi að áfengi. Árið 1996 var helmingur landsmanna samt ánægður með gildandi fyrirkomulag áfengissölunnar. Rúmlega þriðjungur svarenda vildi sjá breytingar en 15% höfðu enga sér- staka skoðun á málinu. Á næstu árum breyttust við- horfin ÁTVR í vil. Þeim sem voru ánægðir með fyrir- komulagið fjölgaði um tíu prósentustig, úr 49% í 59%. Rúmlega helmingur svarenda var þó hlynntur sölu á bjór og léttu víni í matvöruverslunum eða öðrum sérverslunum árin 1996 og 2003, en nokkru færri árið 2009. Andstaða við sölu á sterku áfengi í almennri 324
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==