Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
og árið 1997 voru dönsku bjórtegundirnar Carlsberg Elephant, sem var 7,2% að styrkleika, og Harboe Bear Beer, sem var 7,5%, teknar til reynslusölu. Augljóslega þurfti að takmarka fjölda tegunda sem ÁTVR gat haft á boðstólum í flestum verslunum sínum. Fjármálaráðuneytið samþykkti tillögur ÁTVR um að til að byrja með yrðu tegundirnar ekki fleiri en fimm, en þó með þeim fyrirvara að allar tegundir sem framleiddar væru eða átappaðar á Íslandi væru fáanlegar í a.m.k. einni verslun, svo og sæmilegt úrval þekktra erlendra tegunda. Þá skyldi ÁTVR hafa til sölu í öllum verslunum fyrirtækisins a.m.k. tvær bjórtegundir bruggaðar á Íslandi á lægra verði en innfluttan bjór. Fljótlega voru þó allar íslensku bjórtegundirnar teknar í sölu. Sérstök bjórverslun var opnuð í birgðastöð ÁTVR við Stuðlaháls og þar var fjölbreyttara úrval en í öðrum verslunum. Samt var ljóst að þessi fjöldi uppfyllti ekki óskir allra, en þeir sem vildu gátu pantað uppáhaldsbjórinn sinn með sama hætti og annað áfengi. Ákveðið var að leggja skilagjald á drykkjarvörur í einnota umbúðum. Skilagjaldið var sett til þess að drykkjarumbúðir yrðu ekki rusl á víðavangi heldur endurnýjanleg verðmæti. Endurvinnslan h.f. var stofnuð árið 1989 sbr. lög nr. 52/1989 og voru hluthaf- ar ríkissjóður, ÁTVR, Samband íslenskra sveitarfélaga, gosdrykkjaframleiðendur, fyrirtæki í málm- og end- urvinnsluiðnaði, samtök kaupmanna og skátahreyf- ingin. Krafan um endurvinnslu bjórdósa var nýmæli og endurspeglaði breytt viðhorf til umhverfismála. Mikið annríki var hjá starfs- fólki áfengisútsölunnar á Snorrabraut þegar bjórsala hófst 1. mars 1989. Tveir menn sáttir með bjórinn sinn 1. mars 1989. 254
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==