Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
Reyndar jókst áfengissalan einstaklega hratt hér á landi, því að samkvæmt mælikvarða OECD yfir breytingar á áfengisneyslu í 30 ríkjum á tímabilinu 1980 til 2009 jókst áfengissalan um 74% á Íslandi, sem er meiri breyting en í nokkru hinna landanna 29. Þótt neyslan hérlendis hafi hækkað í 7,5 lítra árið 2007 var hún samt verulega undir meðaltalinu, 9,7 lítrum. Í mörgum vínyrkjulöndum Suður-Evrópu minnkaði áfengisneyslan vegna þessa að eftirspurn eftir ódýr- ustu vínunum var horfin. Í stað þess að drekka vatns- blandað vín með mat og við þorsta eins og var til siðs í Suður-Evrópu fór almenningur í þessum löndum að drekka gosdrykki og kolsýrt vatn. Í Suður-Evrópu hefur áfengisneysla því færst frá léttum vínum og í bjór og sterkara áfengi. Mörg Norður-Evrópuland- anna voru hefðbundin bjórdrykkjulönd en aukin áfengisneysla í þessum löndum stafar af meiri neyslu léttra vína. Á síðustu árum hefur því verið tilhneiging í þá átt að munurinn á áfengisneyslu einstakra Evr- ópulanda minnkaði. Allt frá því að banni við sölu á sterku áfengi var aflétt árið 1935 var brennivín langvinsælasta tegund- in í sölu. Vodki fór ekki að seljast fyrr en eftir 1960 en varð síðar söluhæstur sterku drykkjanna. Hlutfall sterks áfengis af heildarsölu lækkaði úr 92% í 71% frá 1950 til 1980 en árið 1988 hafði hlutfallið hækkað aftur í 77%. Hlutföllin breyttust með bjórnum en það er ekki fyrr en árið 1995 sem meira var selt af bjór en sterku áfengi, mælt í vínandamagni. Eftir það dró úr sölu á sterku áfengi sem var ekki nema 19% af seldum vínanda árið 2007. Sala á léttu víni hafði aldrei verið mikil hér á landi og náði ekki einum lítra af hreinum vínanda fyrr en árið 1979. Næstu ár fór vínsala vaxandi vegna þess að verð á léttum vínum var lækkað og þetta „víntímabil“ stóð frá 1979 til 1988. Í kjölfar bjórsölu minnkaði vínsala aftur og það er ekki fyrr en árið 2001 að hún verður jafn mikil og verið hafði 1983. Eftir aldamótin 2000 óx sala á léttum vínum á hverju ári og var orðin 2 lítrar af hreinum vínanda árið 2007. Eins og fjallað var um í kaflanum um bjórinn varð hann strax vinsæll og árið 1989 seldist 1,9 lítrar af Skipting áfengissölu, hlutfall 1987 Létt vín Sterkt áfengi 76% 24% Skipting áfengissölu, hlutfall 1997 Létt vín Sterkt áfengi Bjór 19% 47% 34% Skipting áfengissölu, hlutfall 2007 Gosblöndur 1% Bjór Létt vín Sterkt áfengi 19% 27% 53% Skipting áfengissölu í hreinum vínanda, hlutfall, 1987, 1997 og 2007 1121 330
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==