Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
sölu, eins og áður hefur komið fram, dróst bjórsalan aðeins saman frá 1990 til 1994 en jókst síðan jafnt og þétt og bjór varð langvinsælasta áfengið. Frá 1990 til 2000 minnkaði sala á vodka og brennivíni um meira en helming og hélt áfram að minnka næstu árin. Sala á sterku áfengi jókst þó á árunum 2007 og 2008 en fór svo aftur minnkandi. Eins og áður sagði var íslenskt Brennivín mest seldi drykkurinn en seinna varð vodki vinsælasta áfengið sem ÁTVR seldi. Brennivín var mest selda tegundin af því að það var ódýrasta áfengið en vodkinn seldist væntanlega af því að hann var bragðlítill og hentaði vel til íblönd- unar gosdrykkja. Bandaríski vodkinn Smirnoff var ein vinsælasta vodkategundin ásamt hinu rússneska Stolichnaja en Finlandia og íslenski Tindavodkinn kepptu við rússneska vodkann. Margar aðrar vodka- tegundir áttu tímabundnum vinsældum að fagna en Smirnoff hefur haldið velli og var mest selda vodka- tegundin árið 2010. Athyglisvert er hvað mikil sala var í líkjörum samanborið við brandí og koníak sem seldust tiltölulega lítið. Vinsældir sterku drykkjanna snarminnkuðu þegar bjórinn kom og þeir hafa ekki endurheimt stöðu sína. Þannig hefur sala á viskíi farið jafnt og þétt minnkandi. Á áttunda ártugnum og fram á níunda áratuginn seldist alltaf heldur meira af rauðvíni en hvítvíni. Smám saman varð rauðvínið enn vinsælla og árið 2000 var verulega meira selt af rauðvíni en hvítvíni og vinsældir rauðvínsins héldu áfram að aukast næstu árin. Hlutdeild hvítvíns fór þó hækkandi frá 2000 til 2010. Lengi vel seldust frönsk rauðvín, eins og t.d. Piat de Beaujolais og Mouton Cadet, einna mest, en ítalska vínið Riunite Lambrusco seldist líka vel. Þýska hvítvínið Hochheimer Daubhaus var lengi efst á sölu- lista yfir hvítvín og þótt rósavín hafi ekki náð sömu vinsældum var varla haldin sú árshátíð á níunda ára- tugnum að ekki sæist á borðum rósavínsflaska merkt protúgalska framleiðandanum Mateus. Framan af voru frönsku vínin söluhæst en með auknu framboði af vínum, bæði frá öðrum Evrópu- löndum eins og Spáni og Ítalíu, en ekki síst frá Chile, Ástralíu og Suður-Afríku, breyttist þetta. Árið 2010 Þróun sölu rauðvíns eftir upprunalöndum % af heildarsölu rauðvíns 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Frakkland Ástralía Chile Spánn Ítalía S-Afríka Önnur lönd Rósavín frá portúgalska framleiðandanum Mateus varð afar vinsælt á tímabili. 332
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==