Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
var mest selt af rauðvini frá Chile en þar á eftir komu spænsk og ítölsk rauðvín. 1122 Myndin af hvítvínssölunni er svipuð. Frönsku vínin hafa hrapað í sölu en í staðinn hefur sala á hvítvíni frá öðrum löndum aukist, einkum frá Þýskalandi og Chile. Árið 2010 var tæplega fjórðungur seldra hvít- vína frá Þýskalandi, 15% frá Chile og 14% frá Suður- Afríku. Áströlsku hvítvínin voru vinsæl um nokkurra ára skeið en sala þeirra minnkaði síðan aftur. 1123 Árið 1989 fór ÁTVR að selja kassavín. Hug- myndin að þessum umbúðum er komin frá Ástralíu þar sem þau voru vinsæl. Kassavínið er vín sem er átappað í poka og sett í pappaöskju og oftast selt í þriggja lítra kössum. Á pokanum er krani svo að hægt er að skrúfa frá og hella víni án þess að nokkuð loft komist inn. Þannig helst vínið ferskt vikum saman þótt öðru hvoru sé hellt úr pokanum. Kassavín komu í sölu í Noregi og Svíþjóð á níunda ártugnum og urðu feiknarlega vinsæl. Þar voru þau mjög umdeild vegna áfengisvarna. Þar sem hægt var að geyma kassann þótt búið væri að opna hann, varð áfengi aðgengi- legra og líkt og mjólk í ísskápnum, alltaf til. Umbúð- irnar voru líka þannig að erfiðara var að fylgjast með hversu mikið magn áfengis var drukkið í hvert sinn. Í Svíþjóð var talað um nauðsyn þess að hafa „glugga“ á kassanum en ekki varð af því að það væri gert. Í fyrstu seldust kassavínin ekki mikið, en eins og í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi óx salan á þeim og árið 2008 var 42% af seldu rauðvíni og 41% af seldu hvít- víni kassavín. 1124 % af heildarsölu hvítvíns Þróun sölu hvítvíns eftir upprunalöndum 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Frakkland Ástralía Chile Þýskaland S-Afríka Ítalía Önnur lönd Kassavín komu í sölu árið 1989. Þau seldust lítið í fyrstu en náðu seinna miklum vinsældum. 333
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==