Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

komið upp ágreiningsmál um val á vörutegundum. Kvartað var undan mismunun, m.a. vegna vals á bjórtegundum þegar bjórsala hófst 1.mars 1989 (sjá 17. kafla). Þótt lengst af væru ekki til skrifaðar reglur um inn- kaup voru eftirfarandi sjónarmið höfð til hliðsjónar við vöruval; líkur séu á að eftirspurn sé eftir vörunni, gæði vöru, fjölbreytni í vöruvali og innkaupsverð. 1127 Vegna magninnkaupa fékkst oft afsláttur af innkaups- verði sem hafði þá áhrif á hvaða áfengi var keypt inn. Stundum sat ÁTVR uppi með birgðir, jafnvel af góðu víni, sem voru keyptar inn á hagstæðu verði en seldust ekki. Þá var verðinu haldið óbreyttu og fyrir kom að úrvalsvín væru seld á lágu verði. Á verðbólguárunum var því ekki alltaf samræmi á milli verðs og gæða. Allt frá 1986 höfðu verið leyfðar sérpantanir til þess að auka vöruúrval og koma til móts við vínáhugamenn. Þegar áfengisskatturinn var lögfestur árið 1995 hafði hann þau áhrif að eftirspurn eftir suður-evrópsku vín- unum minnkaði, þar sem þau voru sterkari (12–13%) og urðu því dýrari en þau norður-evrópsku, t.d. þýsku vínin sem voru veikari, 8–10%. Ef veruleg eftispurn var eftir vöru var hún tekin til sölu í öllum vínbúð- unum. Veitingahúsin sóttust líka oft eftir því að kaupa þær tegundir sem voru vinsælar. Sum veitingahús, eins og t.d. Hótel Holt, höfðu hins vegar þá stefnu að hafa á sínum vínlista eingöngu áfengi sem ekki fékkst annars staðar. Ef eftirspurn eftir vöru minnkaði, var hún tekin úr umferð. Þegar dagblöðin fóru að birta víndálka og sérfræðingar í vínfræðum fóru að benda á nýjar tegundir var tekið mark á slíkum tillögum. Stundum voru umboðsmenn víntegunda bakhjarlar slíkra greinaskrifa og borguðu vínin sem voru smökkuð. Til að hafa sem mesta fjölbreytni voru á boðstólum margar tegundir sem ekki seldust í miklu magni. Þannig var t.d ein tegund af Calvados og önnur af Armaníaki fáanlegar þótt eftirspurn væri sáralítil. Við val á vöru var horft til þess hvað sambærileg vara myndi kosta. Þegar ákveðið var að hafa eina tegund af belgískum bjór til sölu var Maes pils t.d. valinn umfram Stella Artois vegna hagstæðara verðs. Við val á tegundum ráðgaðist ÁTVR oft við Sys- tembolaget og Vinmonopolet og fylgdist grannt með vöruvali og verðskrám þeirra. Norska og sænska einkasalan höfðu strangt gæðaeftirlit og ÁTVR naut góðs af því. Ef norrænu einkasölurnar höfnuðu við- skiptum við ákveðin fyrirtæki gætti ÁTVR varúðar í viðskiptum við þau. Campari var vinsælasti bitterinn og árið 1995 höfðu 30.000 lítrar af Campari selst hjá ÁTVR. Í febrúar 1996 var Campari á þrotum í birgðastöð ÁTVR og uppselt í mörgum vínbúðum. Karl K. Karls- son ehf. hafði þá tekið við umboðinu af Birni Thors, en hann hafði haft umboðið um áratugaskeið. 1128 Nú kom í ljós að nýi umboðsaðilinn gat ekki útvegað vöruna eins og áður. Hann gat boðið Campari með 21% styrkleika en ekki 25% eins og verið hafði. ÁTVR vildi kaupa 2.400 flöskur en skilyrði umboðsaðilans voru 3.600 flöskur, þá hafði verð hækkað úr 242 kr. flaskan í 505 kr. Umboðsaðilinn taldi sig hafa einka- umboð fyrir Campari hér á landi en samkvæmt EES- samningunum sem nú voru að taka gildi var ekki um nein einkaumboð að ræða lengur. Í tvo mánuði var Campari ekki fáanlegt, en kom svo í sölu aftur, en var þá orðið, eins og sagði í frétt Morgunblaðsins, „dýrara og daufara en áður“. 1129 Styrkleikinn var nú orðinn 21% og innkaupsverð hafði hækkað. Deilurnar héldu áfram því að ÁTVR vildi ekki una verðinu sem íslenski umboðsaðilinn bauð og leitaði uppi dreifingaraðila í Svíþjóð. Um hríð keypti ÁTVR Campari á hagstæðum kjörum af honum. 1130 Íslenski umboðsaðilinn lækkaði þá verðið og ágreiningur var um hvort það hefði gerst fyrir eða eftir að „sænski“ Camparidrykkurinn kom í sölu. Þegar ÁTVR vildi halda þessum viðskiptum áfram vildu umboðsmenn Campari á Norðurlöndum ekki lengur eiga bein við- skipti við ÁTVR. 1131 Fyrirtækið taldi að þessir aðilar hefðumeð sér samráð umað koma í veg fyrir samhliða innflutning á tegundinni til Íslands, sem er heimill samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. ÁTVR leitaði með málið til Samkeppnisráðs. Umboðsaðilinn, Karl K. Karlsson ehf., sneri sér hins vegar til Verslunarráðs sem kærði fyrir hönd fyrirtækisins til Samkeppnis- Campari var vinsæll drykk- ur. Hann varð tilefni deilna á milli umboðsaðila og ÁTVR þegar einkaumboð voru felld úr gildi með EES- samningnum. 335

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==