Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

Þá voru í fyrsta sinn leyfðar auglýsingar á pokum verslana ÁTVR og á fyrstu 600.000 pokunum auglýsti Mjólkurdagsnefnd og rann ágóðinn til Landverndar. Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð voru nú orðin liðir í starfsemi ÁTVR. Þegar verslanir ÁTVR opnuðu kl. 9.00 miðviku- dagsmorguninn 1. mars 1989 höfðu myndast biðraðir við þær. Biðröðin við verslunina í Kringlunni var löng, enda hlýrra að bíða þar innan dyra en úti eins og á Snorrabrautinni. Þar var stutt biðröð og fljótlega eftir að verslunin opnaði voru þar fleiri fréttamenn en viðskiptavinir. Veitingastaðir voru þéttsetnir um kvöldið en að öðru leyti líktist þetta miðvikudags- kvöld venjulegu föstudags- eða laugardagskvöldi í miðbæ Reykjavíkur. Í marsmánuðu seldist ein milljón lítra af bjór, sem samsvarar því að hver Íslendingur sem hafði aldur til (20 ára) hafi keypt 4 lítra af bjór fyrsta mánuðinn. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR vökvar þjóðina á mynd Sigmunds í Morgun­ blaðinu 27.5.1988. 255

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==