Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

ráðs vegna meintrar misnotkunar ÁTVR á markaðs- ráðandi stöðu með því að taka Campari úr sölu í svo- kölluðum kjarna vegna breytinga á áfengisstyrkleika. Samkeppnisráð tók þá afstöðu í málinu að sameina þessi tvö kærumál og leysa með einni ákvörðun. 1132 Ráðið ákvað að hafast ekki að í málinu að svo stöddu en hvatti ÁTVR til að kæra málið til ESA, Eftirlits- stofnunar EFTA. Samkeppnisráð taldi að það væri hlutverk ESA, eða eftir atvikum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að úrskurða um þau atriði málsins sem snertu meint brot á EES-samningnum. Verslunarráðið sætti sig ekki við þessa ákvörðun og vísaði málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar kom fram að rétt væri að greina málið í tvo efnisþætti og leggja sjálf- stætt mat á þá hvorn fyrir sig. Vísað var til megin- reglu stjórnsýsluréttar um að sá er skjóti máli sínu til úrlausnar stjórnvalds eigi rétt á svo skjótri ákvörðun sem verða má. Nefndnin lagði því til að Samkeppnis- ráð tæki kvörtun Karls K. Karlssonar ehf. til efnis- legrar ákvörðunar en Samkeppnisráð sá ekki ástæðu til aðgerða í málinu. Með innkaupareglunum frá 1994 sem síðan var fylgt, komst skipulag á vöruvalið en reglunum var lítillega breytt árið 2008 þegar ÁTVR tók upp sérstaka vöruvalsstefnu. Markmiðið með henni er að reyna með vöruvali að stuðla að ábyrgri áfengisneyslu og umgengni við áfengi. 1133 Stefnan fól í sér að reynt var að forðast óhefðbundnar umbúðir, umbúðir með lífs- stílsauglýsingum og vörur sem ætla má að sé beint að yngri aldurshópum. Áfengisframleiðendur beina slíkri markaðssetningu í sífellt auknum mæli að ungu fólki til þess að tryggja sér viðskiptavini framtíðarinnar. Óáfeng vín Í júlí 1990 hófst sala á óáfengu víni í útsölum ÁTVR. Um var að ræða tvær tegundir af freyðivíni, tvær af rauðvíni og eina af rósavíni. Viðbrögð við þessu nýmæli voru ólík. Árni Helgason bindindisfröm- uður í Stykkishólmi fagnaði þessu „góða framtaki“ en Andrés Magnússon hjá Verslunarráði taldi það ekki merkilega frétt að ÁTVR væri farið að selja vín- berjasaft! Verslunarráð mótmælti því að ÁTVR seldi „vínlíki“ í vínbúðunum. 1134 Röksemd fjármálaráðu- neytisins fyrir því að ÁTVR væri að selja óáfeng vín var sú að verið væri að koma til móts við viðskiptavini sem vildu geta boðið gestum jafnt áfenga sem óáfenga drykki af sambærilegri gerð. Óáfengu vínin væru raunveruleg vín sem sneydd hefðu verið vínandanum og væru að styrkleika rétt undir 0,5% að áfengishlut- falli. 1135 Afgreiðsla í vínbúðunum var áfram bundin við 20 ára aldur og gilti einu þótt viðskiptavinurinn ætlaði aðeins að kaupa óáfengt vín. Ýmsar gerðir óáfengra vína voru til sölu í matvöruverslunum og þar voru engin aldursmörk. Breytingar á áfengisgjaldi 1995–2010 1137 Gildistaka Áfengisgjald í krónum leggst á hvern cl af bjór umfram 2,25% að 15% Áfengisgjald í krónum leggst á hvern cl af víni umfram 2,25% að 15% Áfengisgjald í krónum leggst á hvern cl af öðru áfengi 1. september 1995 58,70 58,70 58,70 1. júlí 1998 58,70 52,80 57,50 28. desember 2002 58,70 52,80 66,15 19. apríl 2005 58,70 52,80 70,78 12. desember 2008 66,04 59,40 70,63 28. maí 2009 75,95 68,31 91,57 1. jan 2010 83,54 75,14 100,73 Krónur á hvern sentilítra af vínanda í hverjum lítra af áfengi umfram 2,25% vínanda. 336

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==