Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

þróun og átt hefur séð stað annars staðar á Norður- löndum. Samt eru tekjurnar háar miðað við önnur vestræn ríki. Hagnaður af áfengissölu sem hlutfall af tekjum ríkisins minnkaði þegar ríki fóru að taka upp nýjar skatttekjur eins og tekjuskatt og virðisaukaskatt. Í mörgum fátækum löndum og jafnvel í löndum eins og Indlandi eru áfengisskattarnir mikilvæg tekjulind fyrir ríkið eða einstök héruð. 1143 Þótt hlutfall áfengis- sölu af tekjum íslenska ríkisins hafi lækkað verulega er áfengissalan þó enn mikilvægur tekjustofn. Rekst- ur ÁTVR skiptir því verulegu máli fyrir tekjuöflun ríkisins. Evrópskar tilskipanir Í upphafi níunda áratugarins hófst mikil umræða um samvinnu og samruna í Evrópu. 1144 ESB-ríkin höfðu ákveðið að koma á svokölluðum innri markaði með frjálsu flæði fjármagns, mannafla, vöru og þjónustu. EFTA-löndin þurftu að bregðast við þessum breyt- ingum og fara í samningaviðræður við Evrópusam- bandið. Í júlí árið 1988 barst Höskuldi Jónssyni for- stjóra ÁTVR bréf frá Heikki Koski, forstjóra Alko, finnsku áfengiseinkasölunnar, þar sem hann boðaði forstjóra hinna norrænu áfengisverslananna á sér- stakan fund. 1145 Tilefnið var ærið. Innri markaður- inn var talinn hafa áhrif á starfsemi og hugsanlega á stöðu áfengiseinkasölunnar, hvort sem hann yrði kominn á fyrir eða eftir 1992, 1146 skrifaði Koski. Í Alko hafði þegar verið brugðist við breytingunum sem í vændum voru með því að skipa tvo vinnu- hópa. Annar vinnuhópurinn átti að kanna áhrif innri markaðarins á áfengispólitíkina og verk- efni hins hópsins var að kynna sér efnahagslegar breytingar og afleiðingar innri markaðarins fyrir áfengisverslunina. Koski ályktaði sem svo að sömu vandamál blöstu við öllum norrænu áfengiseinka- sölunum. Þess vegna væri mikilvægt að þær efldu þá góðu samvinnu sem þær hefðu alltaf haft og undirbyggju sig í sameiningu og tímanlega fyrir breytingarnar sem framundan væru. Fundartíminn hentaði Höskuldi einstaklega illa því að sama dag hófst bjórsala í verslunum ÁTVR eftir 74 ára bann. Hann sótti því ekki fundinn. Í Rómarsáttmálanum, sem er einn grundvallar- sáttmála Evrópusambandsins, er skýrt kveðið á um innri markað á milli þeirra landa sem eru aðilar að sambandinu. Á níunda áratugnum stóðu EFTA- ríkin saman að samningaviðræðum við ESB um að fá aðgang að innri markaðnum. Auk Íslands, voru EFTA-ríkin á þessum tíma: Austurríki, Finnland, Liechtenstein, Noregur, Sviss og Svíþjóð. Samn- ingurinn um Evrópska efnahagssvæðið átti að opna EFTA-löndunum aðgang að innri markaðnum, án fullrar aðildar að ESB. Eins og fyrirkomulag norrænu áfengiseinkasalanna var í kringum 1990 lék vafi á að þær samrýmdust ESB-reglunum um innri mark- að. Stjórnendur þeirra voru því snemma viðbúnir því að þurfa að berjast fyrir áframhaldandi rekstri stofnana sinna. Næstu árin ræddu þeir á árlegum fundum sínum um afleiðingar EES-samningsins og ESB-aðildar fyrir einkasölurnar. Þeir skiptust á upp- lýsingum og skoðunum en tóku aldrei sameiginlega afstöðu í málinu. Slíkt hefði varla verið við hæfi, auk þess sem uppbygging áfengiseinkasalanna var ólík í löndunum fjórum. EFTA-samningurinn Á níunda og tíunda áratugnum leit út fyrir að nor- rænu einkasölurnar ættu litla framtíð fyrir sér. 1147 Óvíst var hvernig hægt væri að aðlaga þær að Evr- Skil ÁTVR til ríkissjóðs í þús. kr. Ár Heildartekjur ríkisins Skil ÁTVR til ríkissjóðs Skil ÁTVR til ríkis­ sjóðs 1990 112.453 8.221.988 7,3% 2000 225.621 10.807.327 4,8% 2008 476.903 16.095.272 3,4% 2010 470.800 20.428.632 4,3% 341

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==