Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
samningnum. Á þessum tíma hafði ÁTVR þegar hætt allri framleiðslu á áfengi og útflutningi á áfengi, svo að hér var eingöngu um heildsöluna að ræða. Niður- staðan varð sú að einkaréttur ÁTVR til innflutnings og heildsölu á áfengi bryti gegn ákvæðum EES-samn- ingsins. Frumvörp um afnám einkaréttar ÁTVR til inn- flutnings áfengis voru svo lögð fyrir Alþingi í des- ember 1994 en fengu ekki afgreiðslu í þinginu. Ný frumvörp voru lögð fram á næsta þingi og ný lög (nr. 96./1995) um verslun með áfengi og tóbak tóku gildi 1. desember 1995. Athyglisvert er að í greinar- gerð með frumvörpunum er hvergi minnst á að þau séu lögð fram vegna krafna frá ESA. 1155 Nokkuð ljóst er að margir, einkum hagsmunaaðilar í viðskipta- lífinu, höfðu kynnt sér EES-samninginn og þau tækifæri til einkavæðingar sem fólust í honum. Í ritgerð Steins Kára Steinssonar um stefnu ríkisins í áfengismálum greinir hann frá því að þingmennirnir Hjörleifur Guttormsson og Kristinn H. Gunnarsson hafi bent á að áfengiseinkasalan samrýmdist ekki samkeppnisreglum EES-samningsins. 1156 Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hélt hins vegar fram þeirri skoðun, eins og flestir aðrir fylgismenn EES- samningsins, að í honum fælust engar skuldbindingar um afnám áfengiseinkasölunnar svo lengi sem ein- stökum vörutegundum væri ekki mismunað. Þessu hafði líka verið haldið fram í kynningarbæklingi um EES-samninginn sem utanríkisráðuneytið lét dreifa. Í ritgerð Ívars J.Arndal um tilraunir til einkavæðingar ÁTVR kemur fram sú skýring á þessu að ríkisstjórn- in hafi ekki viljað vekja athygli á þeirri staðreynd að Íslendingar vissu einfaldlega ekki hvaða afleiðingar samningurinn hefði. 1157 Önnur hugsanleg skýring er sú að frumvörpin komu fram á sama tíma og fjár- málaráðherra var að gera tilraun til að einkavæða alla starfsemi ÁTVR. Hann kann því að hafa viljað gera lítið úr skuldbindingum EES-samningsins en meira úr innlendu einkavæðingarferli. Eftir EES-samninginn EES-samningurinn leiddi til þess að leggja varð af alla starfsemi áfengiseinkasalanna nema smásölu áfengis. Finnland og Svíþjóð gengu svo í ESB í janúar 1995 og í kjölfarið breyttust reglur um innflutning ferða- manna á áfengi innan ESB. En áhrifin voru ekki bara í eina átt. Svíar hafa beitt sér mjög fyrir því að áfengis- mál og áfengisvarnir séu tekin á dagskrá hjá ESB og hefur orðið nokkuð áfengt. Með lögunum frá 1995 var einkaréttur á innflutn- ingi og heildsölu áfengis afnuminn. Félag íslenskra stórkaupmanna og Verslunarráð vildu raunar að ríkisvaldið hætti öllum viðskiptum með áfengi. 1158 Í kæru Verslunarráðins til ESA sem áður var nefnd var beðið um skýringar á ýmsum atriði er varða starfsemi ÁTVR, eins og deildaskiptingu verslunarinnar, skatt- skyldu, álagningarreglur og innkaupareglur. 1159 Sam- kvæmt nýju lögunum frá 1995 átti að skipta ÁTVR upp í söludeild og aðfangadeild. Dregið var í efa að söludeild og aðfangadeild væru í raun rekstrarlega og fjárhagslega aðgreindar þar sem deildirnar heyrðu undir eitt fyrirtæki og sömu stjórn. Þá væri álagning ÁTVR svo lítil, 1,7%, að hún nægði ekki til að fjár- hagslegur ávinningur yrði af starfseminni. Svo lág álagning vekti grun um að kostnaður við rekstur aðfangadeildar væri niðurgreiddur með tekjum af rekstri söludeildar. Þannig tryggði hún sölu aðfanga- Fánar EES-landanna Noregs, Íslands og Liechtenstein. Vegna EES-samningsins varð íslenska ríkið að breyta lögum og setja ný lög árið 1995 um verslun með áfengi og tóbak. 343
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==