Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti
deildar gagnvart öðrum aðilum er önnuðust inn- flutning og heildsölu áfengis. Þá var gerð athugasemd við fyrirkomulag smásölu. Áfengisútsölur væru fáar (23) og af þeim byðu aðeins fjórar upp á allar vörur sem ÁTVR hefði á boðstólum. Afgreiðslutími þeirra væri takmarkaður og kaupendur krafðir um stað- greiðslu. Einnig var kvartað undan ýmsum atriðum í innkaupareglum ÁTVR. Langan tíma, jafnvel meira en tvö ár, tæki að koma áfengistegundum í reynslu- sölu, tímabil reynslusölu væri stutt og fundið var að fleiri atriðum. Reyndar má segja að hér hafi verið gerð atlaga að allri starfsemi ÁTVR, sem var í samræmi við vilja Verslunarráðsins. ESA gerði ekki athugasemdir við smásölufyrir- komulag á áfengi, skattlagningu né takmarkanir á áfengissölu. 1160 Hömlur á innflutningi og heildsölu áfengis voru hins vegar ekki taldar í samræmi við viðskiptareglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Vand- inn var að samkvæmt lögunum mátti smásöludeild ÁTVR skipta við aðfangadeild sína eða heildsala eftir því hvor byði betur. Aðfangadeildin gæti undirboðið heildsala eftir að tilboð hefðu borist og því þyrftu reglurnar að vera skýrar. Þá gætu heildsalar ekki keppt við aðfangadeildina ef hún væri rekin án nokk- urrar arðsemiskröfu. Þótt ÁTVR hefði ekki lengur einkaleyfi á inn- flutningi á áfengi hélt fyrirtækið enn um sinn áfram að flytja inn áfengi beint og milliliðalaust frá erlend- um seljendum. 1161 Sama verð var á áfengi til almenn- ings og til veitingastaða, en allt áfengi sem selt var á veitingastöðum var merkt sérstaklega með merki ÁTVR. Veitingahúsin gátu nú eins og áður keypt áfengi af vörulista ÁTVR, notað sér sérpöntunar- þjónustuna eða keypt af frísvæði, sem var nýr mögu- leiki. Þar var fyrirkomulagið eins og við sérpönt- unarþjónustu. Innlendu birgjarnir pöntuðu vöruna og erlendu framleiðendurnir fluttu hana svo inn á frísvæðið. Birgjarnir kynntu vörurnar fyrir veitinga- mönnum með því að senda þeim vörulista yfir þær áfengistegundir sem umbjóðendur þeirra áttu á frí- svæðinu. Ef veitingahúsin vildu kaupa þessar vörur þurftu þau að panta hana hjá ÁTVR, sem gekk frá innflutningspappírum og flutti vöruna af frísvæðinu og í eigin vörugeymslur. Birgjar gátu því boðið fram fjölbreytt úrval en skilyrði var að innflutningurinn færi í gegnum ÁTVR. Með EES-samningnum urðu viðskipti með áfengi frjálsari eins og Verslunarráðið og stórkaupmenn höfðu alltaf barist fyrir. Ekki voru þó allir sáttir við samninginn og afleiðingar hans fyrir áfengismálin. Áfengisvarnaráð, Landssambandið gegn áfengis- bölinu, foreldrasamtökin Heimili og skóli, Vímulaus æska og aðstandendur átaksverkefnisins „stöðvum unglingadrykkju“ höfðu reynt að stöðva frumvarpið þar sem afnema átti einkarétt ÁTVR á innflutningi áfengis. Eyjólfur Eysteinsson útsölustjóri ÁTVR í Keflavík skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann varaði við einkavæðingu áfengissölu og taldi að ÁTVR gæti starfað óbreytt eftir EES-samninginn. 1162 Skömmu síðar skrifaði Kristján Helgason formaður Starfs- mannafélags ÁTVR aðra grein í sama blað og gerði grein fyrir rekstarfyrirkomulagi ÁTVR og varaði við afleiðingum þess að breyta því. 1163 Kristján taldi að á meðan innflutningur áfengis væri í höndum ÁTVR mætti tryggja gæði vörunnar. Merkingar ÁTVR á öllum vörum sem seldar væru tryggðu að ekki væri verið að selja smygl og brugg. Þá væri auðveldara fyrir skattyfirvöld að fylgjast með skilum á virðis- aukaskatti og annarri skattheimtu á meðan innflutn- ingurinn væri í höndum ÁTVR. Þessi sjónarmið voru ekki tekin gild. Það var þó ekki fyrr en fjármálaráðuneytið setti nýja reglugerð sem tók gildi hinn 15. júní 1998 að ÁTVR hætti öllum innflutningi á áfengi til sölu í vín- búðum og á veitingastöðum. 1164 Ákvörðunin var tekin í kjölfar álits Samkeppnisstofnunar um að ÁTVR bæri að skilja innflutningsstarfsemi sína frá annarri starfsemi. Stofnunin taldi að þáverandi samrekstur stríddi gegn markmiðum samkeppnislaga og tor- veldaði frjálsa samkeppni í viðskiptum. ÁTVR hætti því áfengisinnflutningi og þar með þeirri starfsemi sem var í beinni samkeppni við áfengisheildsala og áfengisframleiðendur. Svipuð breyting hafði orðið á 344
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==