Engin venjuleg verslun - Þriðji hluti

áfengiseinkasölum í Noregi og Svíþjóð, og í Finnlandi var stofnað sérstakt fyrirtæki um áfengisinnflutning- inn. Deildaskiptingin í aðfangadeild og smásöludeild var svo afnumin með reglugerð nr. 369/2003. Þá fyrst var reksturinn orðinn eins og lögin frá 1. des. 1995 gerðu ráð fyrir. Með aðild Íslands og Noregs að EES og inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í ESB misstu ríkin einkarétt sinn á innflutningi, útflutningi, framleiðslu og heild- sölu áfengis. Eftir sem áður hafa ofangreind ríki ásamt Færeyjum einkarétt til smásölu á áfengi. Þessi ríki eru þau einu í Evrópu þar sem ríkið á og rekur smásölu flestra áfengra drykkja. Réttmæti og lagaleg staða áfengissölunnar sem ríkisrekinnar smásölu með áfengi styrktist með evr- ópskum dómsmálum og þá sérstaklega með Franzén- dómnum árið 1997. Þegar EES-samningurinn hafði tekið gildi vildu margir sem voru í einkarekstri láta reyna á nýja löggjöf og fóru með mál fyrir dómstóla. EFTA-dómstóllinn kvað upp þrjá dóma í áfengis- málum, Restamark-dóminn, Wilhelmsen-dóminn og Gundersen-dóminn, og Evrópudómstóllinn kvað svo upp Franzén-dóminn. 1165 Í Restamark-dómnum (1994) var það staðfest að einkaleyfi Alko í Finnlandi á innflutningi stæðist ekki og einkafyrirtækjum væri heimilt að flytja inn áfengi. Wilhelmsen, kaupmaður í Osló, sótti um leyfi til að selja sterkan bjór sem norska áfengiseinkasalan hafði samkvæmt lögum ein heimild til að gera. Dómurinn (1997) féll ríkinu í hag, einkaleyfi Vinmonopolet til að selja sterkan bjór væri í samræmi við EES-samninginn. Gundersen-dómur- inn (1997) var svipaður en þar snerist málið um vín. Einkaleyfi Vinmonopolet var staðfest. Sænskur skó- kaupmaður, Franzén að nafni, reyndi að selja vín í verslun sinni en var stöðvaður af lögreglu þar sem sala á víni í almennri verslun stríddi gegn sænskum lögum. Málið endaði hjá Evrópudómstólnum sem árið 1997 kvað upp þann dóm að fyrirkomulag áfeng- issölu í Svíþjóð væri ekki í andstöðu við lög Evrópu- sambandsins. Þetta var mikilvægur dómur, ekki bara fyrir Svíþjóð heldur einnig önnur lönd, þar sem þarna fékkst úr því skorið að rekstur áfengiseinkasala gengi ekki gegn lögum Evrópusambandsins. Þarna fékkst það staðfest að fyrirkomulag smásölu með áfengi er í raun innanríkismál og hefur ekkert með alþjóðavið- skipti að gera. Með dómnum var ríkisrekin smásala með áfengi því fest í sessi. Smásalan ein eftir Stjórnendur og starfsfólk ÁTVR þurftu eins og annað starfsfólk norrænu áfengiseinkasalanna Systembola- get, Vinmonopolet og Alko að bregðast við breyttu umhverfi. Starfsfólkið átti hagsmuna að gæta því að margir áttu á hættu að missa vinnuna þegar stór hluti starfseminnar var lagður niður. Enn fleiri myndu svo missa störf sín ef smásölunni yrði líka hætt. Viðbrögðin voru alls staðar þau sömu. Vínbúð- unum var breytt í þá veru að leggja í sívaxandi mæli áherslu á fjölbreytni í vöruvali og meiri þjónustu við viðskiptavinina. Verslununum fjölgaði og meira var lagt upp úr útliti þeirra en áður, sjálfsafgreiðsla var tekin upp, afgreiðslutími lengdur og vöruúrval jókst. Komið var á fót heimasíðum með alls konar upp- lýsingum um vín og mat, ásamt því sem glæsilegir bæklingar eða víntímarit voru gefin út. Námskeið í vínsmökkun voru nýr þáttur í starfseminni. Aðal- áhersla var lögð á að viðskiptavinurinn gæti skoðað framboðið í smekklegu og vel hönnuðu umhverfi þar sem þjónusta sérstaklega þjálfaðs starfsfólks væri óaðfinnanleg. Yfirlit Allt frá árunum eftir seinni heimstyrjöldina fór áfeng- isneysla vaxandi hér á landi. Hún tók kipp þegar bjór var tekinn í sölu árið 1989 en minnkaði síðan á næstu árum vegna efnahagslægðar. Þegar kaupmáttur jókst aftur fór hún vaxandi og 2007 náði hún hámarki, 7,5 lítrar af vínanda á íbúa, 15 ára og eldri. Neyslumynstr- ið breyttist, sterku drykkirnir voru á undanhaldi og bjór og létt vín urðu æ vinsælli. Í fyrstu var ÁTVR ekki bundið af lögum eða reglugerðum um innkaup, sem leiddi iðulega til deilna um val á vörutegundum. 345

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==