VR Blaðið I 01 2020

12 VR BLAÐIÐ 01 2020 HVAÐ HEFURÐU UNNIÐ LENGI HJÁ ÞÍNU FYRIRTÆKI? Ég hef unnið hér í tólf ár. HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ TRÚNAÐARMAÐUR? Ég hef verið trúnaðarmaður í tvö ár. HVERNIG FRÆÐSLU HEFURÐU SÓTT ÞÉR SEM TRÚNAÐARMAÐUR? Ég hef sótt töluvert af námskeiðum og fræðslufundum sem í boði hafa verið, sérstaklega í haust og vetur í kringum styttingu vinnuvikunnar. Hef einnig tekið almenn námskeið eins og Með húmorinn að vopni, Að8sig, Aðferðir og notkun markþjálfunar o.fl. TRÚNAÐAR- MENN TRÚNAÐARMAÐURINN ELÍN LÁRA JÓNSDÓTTIR Aldur: 53 ára Vinnustaður: Hvíta húsið auglýsingastofa FINNST ÞÉR ÞÚ HAFA LÆRT EITTHVAÐ AF ÞVÍ AÐ VERA TRÚNAÐARMAÐUR? Já, töluvert og þá sérstaklega í kringum kjarabaráttuna og í kjölfarið að fá að taka þátt í að móta styttingu vinnuvikunnar með VR og mínum vinnuveitendum. HVERNIG LEGGST STYTTING VINNUVIKUNNAR Í STARFSFÓLK OG YFIRMENN Á ÞÍNUMVINNUSTAÐ? Mjög vel. Umræðan hófst strax í byrjun desember um það hvernig skyldi útfæra styttinguna og fann ég að fólk var ekki að átta sig á hvernig þetta kæmi til framkvæmda. Einhverjar raddir voru uppi um að það tæki því varla að stytta daginn um 9 mínútur á dag en þegar búið var að útfæra styttinguna var fólk mjög ánægt og sá þá hversu miklu þetta munar. HVERNIG HEFUR STYTTINGIN VERIÐ ÚTFÆRÐ? Ákveðið var í samráði við vinnuveitendur að stytta opnunartíma stof- unnar á föstudögum svo við hættum klukkutíma fyrr þá daga, styttum matarhlé um korter á móti. Þessi útfærsla var samþykkt einróma og út á við sýnum við ákveðið fordæmi með þessari framkvæmd. Virðing Réttlæti

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==