VR Blaðið I 01 2020
VR BLAÐIÐ 01 2020 23 ORLOFSHÚS REGLUR ORLOFSHÚSA VR Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigu- tíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra semdvelja á hans vegum í húsinu á leigutíma. Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, þrífa húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Sé því ábóta- vant áskilur VR sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif. Leigjandi skal skila af sér orlofshúsi á uppgefnum tíma skv. samningi. Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu, viskastykki, sængurver, lök og koddaver. Dvalargestir eru beðnir um að forðast hávaða með bílaumferð á orlofshúsasvæðinu og taka tillit til annarra gesta. Leigjandi skal ganga vel um staðinn og gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt. ALMENNAR REGLUR Hafi orlofshúsið ekki verið nýtt á leigutímanum er ekki hægt að fá leigugjaldið endurgreitt eftir á. Orlofshús eru ekki leigð til félagsmanna yngri en 20 ára og er miðað við árið sem þeir verða 21 árs. Ef inneign í VR varasjóði er notuð til að greiða fyrir leigu á orlofshúsi er hún undanþegin staðgreiðsluskyldu skatta, að því hámarki sem er í gildi hverju sinni samkvæmt skattmati hvers árs. Framleiga á orlofseignum VR er með öllu óheimil. Félagsmaður sem skráður er leigjandi ber fulla ábyrgð húsnæðisins á meðan það er í leigu á hans nafni. KOMU- OG BROTTFARATÍMAR Vetrartímabil orlofshúsa VR er frá 31. ágúst til 28. maí. Á þeim tíma er komutími kl. 16.00 og brottför kl. 12 nema sunnudaga kl. 19.00. Sumartímabilið er frá 29. maí. til 30. ágúst. Á þeim tíma er komutími kl. 17.00 og brottför kl. 12.00 nema sunnudaga kl. 19.00. ELDRI FÉLAGSMENN ATHUGIÐ! Félagsmenn 67 ára og eldri frá 20% afslátt af leigu. Virðing Réttlæti UMHVERFIÐ VR hefur sett sér stefnu í umhverfismálum og stefnir að því að vera til fyrirmyndar á þeim vettvangi. Stefnan kveður m.a. á um að taka skuli tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar þar sem það á við og ábyrgrar förgunar á úrgangi. Við hvetjum því gesti orlofshúsa okkar til að nýta þær flokkunarleiðir sem í boði eru og/eða taka rusl með heim og skila því á flokkunarstöðvar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==