VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 25 KOSNINGAR 2020 ÚR LÖGUMVR UM KOSNINGAR 20.1. UM KOSNINGU FORMANNS OG STJÓRNAR Formaður skal kosinn í einstaklingskosningu annað hvert ár. Árlega skulu 7 stjórnarmenn kosnir til tveggja ára og 3 varamenn til eins árs í einstaklingsbundinni kosningu. Komi fram fleiri framboð en sæti sem í boði eru skal viðhafa rafræna kosningu meðal fullgildra félagsmanna. Berist ekki nægilega mörg framboð skal stjórn félagsins gera tillögu um stjórnarmenn sem bera skal upp í trúnaðarráði til samþykktar. Ef fleiri tillögur koma fram á fundi trúnaðarráðs skal kosið á milli þeirra á fund- inum. Afl atkvæða ræður úrslitum. 20.2. UM KOSNINGU Í TRÚNAÐARRÁÐ Árlega skal kjósa 41 fulltrúa í listakosningu til setu í trúnaðarráði til tveggja ára í senn. Missi trúnaðarráðsmaður hæfi til setu í ráðinu sbr. 3. mgr. 11. gr. á fyrsta ári kjörs hans, skal í næstu kosningu til trúnaðar- ráðs fjöldi fulltrúa á framboðslista vera aukinn umfram 41 sem nemur þeim fjölda sem misst hefur hæfi. Þeir sem bætast þannig við fram- boðslistann skulu þó aðeins vera í kjöri til eins árs. Komi fram fleiri en einn listi skal viðhafa rafræna kosningu meðal full- gildra félagsmanna. Þá skal kosið á milli lista og sá listi sem fær flest atkvæði telst rétt kjörinn. Stjórn og trúnaðarráði er skylt að stilla upp lista til trúnaðarráðs. Sama einstaklingi er óheimilt að skipa sæti sam- tímis á lista til trúnaðarráðs og í einstaklingskosningu til formanns eða stjórnar félagsins. Auglýsa skal í dagblöðum og á vefsíðu félagsins eftir félagsmönnum sem vilja taka sæti á listanum. Uppstillinganefnd skipuð formanni og fjórum einstaklingum kosnum af trúnaðarráði skal skipuð fyrir 15. janúar annað hvert ár. Nefndin skal velja frambjóðendur á listann úr hópi þeirra sem gefið hafa kost á sér og kannar kjörgengi þeirra. Berist ekki nægilega mörg framboð skal Uppstillinganefnd gera tillögu um fulltrúa til setu á listanum sem bera skal upp í trúnaðarráði til samþykktar. Hafi fleiri gefið kost á sér en sætin sem skipa á skal listinn borinn upp í trúnaðarráði til samþykktar. Sá sem gefið hefur kost á sér en ekki fengið sæti á listanum getur krafist þess að kosið verði um frambjóðendur á fundi trúnaðarráðs. 20.3. UM FRAMKVÆMD KOSNINGA Kjörstjórn úrskurðar um lögmæti framboða. Kjörstjórn sér um og tekur ákvarðanir um framkvæmd kosninga. Ákvarðanir kjörstjórnar eru endanlegar. Kjörstjórn skal auglýsa eftir framboðum í dagblöðum og á vefsíðu félagsins. Framboðsfrestur skal vera að minnsta kosti ein vika. Framboðum skal skila á skrifstofu félagsins og skulu fylgja þeim upp- lýsingar um nafn og kennitölu frambjóðenda. Skrifleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna framboðs til stjórnar. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns. Við framboð lista til trúnaðarráðs skal liggja fyrir skriflegt samþykki allra þeirra sem á listanum eru. Til að listi sem borinn er fram gegn lista trúnaðarráðs sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 1% félagsmanna. Kjörstjórn er heimilt að gefa sólarhringsfrest til að lagfæra annmarka á framboðum. Kjörstjórn úrskurðar um hæfi og kjörgengi allra fram- bjóðenda og auglýsir að því loknu upphaf atkvæðagreiðslu sbr. reglu- gerð ASÍ um leynilega allsherjaratkvæðagreiðslu. Úrskurðir kjörstjórnar eru endanlegir. Kosning skal fara fram innan 6 vikna frá því að framboðsfrestur rennur út. Kosningum til trúnaðarstarfa í félaginu skal lokið eigi síðar en 15. mars ár hvert. Frambjóðendur í einstaklingskosningu geta dregið framboð sitt til baka allt að viku fyrir upphaf kjördags. Frambjóðendur í listakosningu geta ekki dregið framboð sitt til baka eftir að framboðsfresti lýkur. Skrifstofa félagsins sér um kynningu á frambjóðendum í miðlum félags- ins eins og þeir eru á hverjum tíma. Þá skal haldinn kynningarfundur meðal félagsmanna með frambjóðendum fyrir kjördag, krefjist einn eða fleiri frambjóðendur þess. Um framkvæmd og undirbúning kosninga fer að öðru leyti eftir reglugerð ASÍ um leynilegar atkvæðagreiðslur. 20.4. UM KJÖRSEÐLA OG RÖÐUN Á LISTA VIÐ KOSNINGU TIL STJÓRNAR: Raða skal frambjóðendum á kjörseðilinn eftir stafrófsröð og kjósendur merkja við minnst 1 en mest 7. Til að viðhalda jafnri kynjaskiptingu í stjórn VR skal sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær skipa 1. sæti í stjórn. Næsta sæti skipar sá sem flest atkvæði fékk en er af hinu kyninu o.s.frv. Þeir 7 sem flest atkvæði fá samkvæmt framansögðu teljast rétt kjörnir aðalmenn í stjórn VR til 2ja ára. Næstu 3 teljast rétt kjörnir vara- menn í stjórn VR til 1 árs. VIÐ KOSNINGU TIL TRÚNAÐARRÁÐS: Séu fleiri listar en listi stjórnar og trúnaðarráðs skal merkja listana með bókstaf hvern fyrir sig í þeirri röð sem þeir berast. Nöfnum á hverjum lista skal raðað í stafrófsröð. Sé á fundi trúnaðarráðs kosið milli einstak- linga sem skipa skulu listann sbr. 5. mgr. 20. gr. 2, skal nöfnum raðað á kjörseðil í stafrófsröð. Virðing Réttlæti

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==