VR Blaðið I 01 2020
26 VR BLAÐIÐ 01 2020 KOSNINGAR 2020 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR Arnþór Sigurðsson Fæðingardagur og ár 9. apríl 1966 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang addisig@simnet.is VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Forritari hjá Prógramm ehf. Ég hef unnið ýmis störf í matvælaiðnaði, bæði í kjötvinnslum og verslun. Söðlaði síðan um og hóf störf í tölvu- geiranum. Hef starfað sem forritari hjá Prógramm ehf. Síðastliðin níu ár. Er menntaður kjötiðnaðarmaður og var jafnframt við nám á tölvu- braut Iðnskólans í Reykjavík ásamt því að sitja nokkur námskeið við Háskólann í Reykjavík í tölvunarfræði. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Reynsla mín af félagsstörfum er margvísleg. Þegar ég var í iðnnámi tók ég virkan þátt í kjarabaráttu iðnnema, bæði með félögum mínum í Iðnnemasambandinu og jafnframt á mínum vinnustað. Eftir iðnnámið hélt ég áfram þátttöku í kjaramálum með Félagi íslenskra kjötiðnaðar- manna í nokkur ár. Einnig hef ég starfað innan íþróttahreyfingarinnar, sem sjálfboðaliði og setið í stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, var formaður Frjálsíþróttasambands Íslands í tvö ár og sat í aðalstjórn Breiðabliks. Af öðrum félagsstörfum þá hafa sveitarstjórnarmál tekið drjúgan tíma síðustu árin. Þar hef ég haft tækifæri til þess að kynnast margvíslegum nefndarstörfum á vegum Kópavogsbæjar. Lengst af hef ég setið í Félagsmálaráði Kópavogsbæjar og síðar í Velferðarráði Kópavogsbæjar ásamt því að taka sæti sem varamaður í bæjarstjórn Kópavogs og bæjarráði Kópavogs. Síðust tvö ár hef ég setið í stjórn VR og tekið þátt í ýmislegu nefndarstarfi á vegum VR. HELSTU ÁHERSLUR Að standa vörð um réttindi og hagsmuni allra félagsmanna. Enn frekari stytting vinnuvikunnar. Launamun kynjanna verður að útrýma. Lægstu laun verði miðuð við að fólk geti lifað með reisn í samfélaginu. Hækkun persónuafsláttar. Gerður verði samfélagssáttmáli verkalýðshreyfingar- innar um að útrýma fátækt í landinu. Að lífeyrissjóðir fjárfesti í sam- félagsverkefnum en ekki í bara atvinnulífinu. Að lífeyrissjóðirnir verði markvisst dregnir út úr fjárfestingum í íslensku atvinnulífi. VR á að halda áfram að vinna ötullega í húsnæðismálum með öðrum verkalýðsfé- lögum og skapa þannig heilbrigðan leigumarkað fyrir almenning með lágmarksávöxtun. Barist verði fyrir því að húsnæðisverð verði fjarlægt út úr vísitölum. Ég er ánægður með forystu Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. Hann hefur blásið nýju lífi í verkalýðshreyfinguna og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í bylgjunni sem hann hefur ýtt af stað. Bjarni Þór Sigurðsson Fæðingardagur og ár 4. september 1958 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang bjarnithor@me.com VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég starfa sem deildarstjóri verðþróunar hjá miðlum Sýnar/Vodafone, Stöð2, Bylgjunni og vefmiðlinum Vísi. Ég hef unnið við fjölmiðla síðast- liðin 12 ár, lengst af sem sölu- og verkefnastjóri hjá vefmiðlinumVísi en áður vann ég meðal annars fyrir RÚV. Þar áður var ég sjálfstætt starfandi í kvikmyndagerð en ég nam kvikmyndagerð í París. Ég lauk rekstrar- og viðskiptanámi við EHÍ árið 2007 og diplómanámi í viðskiptafræði við HÍ árið 2010. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég hef verið félagi í VR á þriðja áratug. Ég var kjörinn í trúnaðarráð VR árið 2009, var trúnaðarmaður hjá 365 í nokkur ár og varamaður í stjórn VR á árunum 2010-12. Ég hef setið í stjórn VR frá árinu 2012 og var vara- formaður VR á árunum 2013 til 2017. Ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir VR. Ég hef setið í stjórn Bjargs íbúðarfélags frá stofnun þess árið 2016 og í stjórn Lífeyrisjóðs verslunarmanna frá 2019. Ég er varamaður í stjórn Landssambands verslunarmanna og í miðstjórn ASÍ fyrir VR. Í dag sit ég í jafnréttisnefnd VR, launanefnd VR auk þess að vera formaður húsnæðisnefndar VR. Ég hef einnig starfað að málefnum Reykjavíkur- borgar, m.a. setið í stjórn ÍTR og í hverfaráði Vesturbæjar. HELSTU ÁHERSLUR Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur Grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg afhenti fyrstu íbúðirn- ar til leigu síðastliðið vor og nú þegar eru ríflega 200 íbúðir af þeim1500 íbúðum, sem félagið mun byggja á næstu fimm árum komnar, í leigu. Með tilkomu Bjargs er hafinn nýr kafli óhagnaðardrifinna (e. non-profit) leigufélaga á Íslandi og kominn vísir að öflugu almennu húsnæðis- félagi að norrænni fyrirmynd. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að fyrstu kaupendum. Athugun stjórnar VR á rekstri leigufé- lags hefur vakið mikla athygli og hefur VR meðal annars fengið úthlutað lóð í Úlfarsárdal. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég er viss um að reynsla mín mun nýtast félaginu. Ég bið um stuðning til að halda þessu góða starfi áfram.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==