VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 27 KOSNINGAR 2020 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR Fríða Thoroddsen Fæðingardagur og ár 2. nóvember 1980 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang fridat@logheimtan.is VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég starfa hjá Lögheimtunni, Motus og Pacta lögmönnum. Ég lauk lög- fræði við Háskólann í Reykjavík árið 2013 og fékk málflutningsréttindi árið 2017. Áður lauk ég BA gráðu í heimspeki og MA gráðu í alþjóða- samskiptum og starfaði m.a. hjá sendiráði Íslands í Brussel, Belgíu. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Í námi var ég m.a. fulltrúi nemenda í alþjóðasamskiptum, sjálfboðaliði hjá Lögréttu félagi laganema við Háskólann í Reykjavík. Þá hef ég setið í stjórn Barnaheimilisins Óss og verið sjálfboðaliði hjá Kvennaráð- gjöfinni, ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur og einnig verið sjálfboðaliði fyrir Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands í Gambíu, Afríku. Í dag er ég trúnaðarmaður hjá Motus gagnvart VR. HELSTU ÁHERSLUR Ég hef áhuga á að beita kröftum mínum til góðra verka fyrir félags- menn VR. Standa þarf vörð um grunnréttindi félagsmanna og tryggja að þeir séu upplýstir um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Með styttingu vinnuvikunnar hafa þegar verið stigin mikilvæg skref að fjöl- skylduvænna samfélagi og auknum lífsgæðum. Ég tel mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Jafnréttismál eru mér ennfremur hugleikin en áfram þarf að vinna að jafnrétti á vinnumarkaði. Á næstu árum stöndum við frammi fyrir gríðarlegum tækifærum en einnig áskorunum vegna tækniframfara eða því sem nefnt hefur verið fjórða iðnbyltingin. Ferlið er þegar hafið og mikilvægt að gæta hagsmuna félagsmanna VR í gegnum þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á störfum. Það er ekki síður mikilvægt að skapa vettvang þar sem horft er til þeirra tækifæra sem tækniframfarirnar færa félagsmönnum. Friðrik Boði Ólafsson Fæðingardagur og ár 1. mars 1990 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang/Facebook fbolafsson@gmail.com facebook.com/fridrikbo VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég vinn hjá Greiðslumiðlun ehf. í hugbúnaðarþróun og hef starfað þar frá því að ég útskrifaðist úr háskólanum fyrir fjórum árum. Samhliða háskólanámi starfaði ég sem forritari hjá Fiskistofu en áður hafði ég starfað sem hópstjóri í Skrúðgörðum Reykjavíkur. Ég útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2010 og síðar með B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég hef verið félagsmaður í VR í sex ár og setið sem stjórnarmaður í stjórn VR síðan 2018. Ég hef verið varamaður í miðstjórn ASÍ síðan í haust 2018. Ég er formaður framtíðarnefndar VR og gegni jafnframt setu í umhverfis-, jafnréttis-, starfsmennta- og húsnæðisnefndum. Meðfram þessum nefndarstörfum hef ég tekið þátt í að koma á fót lýðræðislega reknum vinnustað sem nefnist Fraktal. Ég sat í stjórn starfmannafélags Greiðslumiðlunar og Motus í eitt ár og var í Hjálparsveit skáta í Reykja- vík í eitt ár. HELSTU ÁHERSLUR Ég styð styttri vinnuviku án launaskerðingar. Lægstu laun þurfa nauðsynlega að vera nógu há til að fólk geti séð fyrir sér og sínum. Ég vil að VR og stéttarfélögin taki virkan þátt í að leysa húsnæðisvand- ann á Íslandi og styðji við óhagnaðardrifin leigufélög á borð við Bjarg og Blær. Þannig verði þau ekki aðeins í boði fyrir fólk með lágar tekjur heldur líka fólk með milliháar tekjur. Ég lít á húsnæði sem grundvöll lífsviðurværis.Ég vil að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna kjósi í stjórnir þeirra og að sjóðirnir komi í auknum mæli að samfélagslegri uppbyggingu — sjóðfélögum og samfélaginu til bóta. Með því að gera kröfu um að starfsfólk fái fulltrúa í stjórn fyrirtækja sinna, líkt og tíðkast í flestum evrópulöndum, vil ég að starfsfólk og vinnuframlag þeirra öðlist þá viðurkenningu og þau áhrif, sem hingað til hafa verið einskorðuð við fjármagnið og þá sem því ráða.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==