VR Blaðið I 01 2020

28 VR BLAÐIÐ 01 2020 KOSNINGAR 2020 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR Jóhann Már Sigurbjörnsson Fæðingardagur og ár 23. desember 1974 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang/Facebook johann787@hotmail.com johann@rml.is facebook.com/johannmar VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég starfa sem kerfisstjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Áður hef ég unnið sem verkefnastjóri í veflausnum hjá Fiskistofu (1999- 2006), framkvæmdastjóri og eigandi NF (1999 – 2002), kerfisstjóri hjá Varnarliðinu (1997-1999) og þjálfari yngri flokka í blaki HK (1991-1997), svo eitthvað sé nefnt. Er með MBA frá HÍ, BSc í viðskiptafræði frá HR með vinnu (2007-2011). Þá stundaði ég tölvufræði við tæknibraut IR frá 1993-1997. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Formaður samtaka leigjenda (2013-2018), í trúnaðarráði VR (2010- 2020), varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs Bænda (2019-2021), stjórnarfor- maður og eigandi NF ehf. (1999-2002), í miðstjórn Iðnnemasambands Íslands (1993-1995), miðstjórn nemendafélags IR (1993-1997), formað- ur blakdeildar HK (1994-1997), stjórnarformaður hjá Vinnulyftum ehf. (1996-1999), formaður Keiludeildar HK (1994-1997). HELSTU ÁHERSLUR Húsnæðismál eru mér efst í huga þegar kemur að áherslum vegna framboðs til stjórnar VR. Húsnæðiskostnaður er stærsti útgjaldaliður heimilanna og mikilvægt að verkalýðshreyfingin standi vörð um að sá kostnaður hækki ekki óeðlilega mikið fyrir hinn almenna launamann. Verkalýðshreyfingin hefur í allt of langan tíma treyst á að stjórnvöld hverju sinni móti húsnæðisstefnu til framtíðar ein og óstudd án að- komu eða afskipta hreyfingarinnar. Stefna stjórnvalda virðist þó hafa valdið því að fasteignaverð hefur hækkað mun hraðar en laun í lang- an tíma sem aftur gerir launafólki erfitt að kaupa sína fyrstu íbúð eða jafnvel að stækka við sig þegar þörf er á því. Þetta er sem betur fer að breytast og nú stendur yfir samvinna stjórnvalda og verkalýðshreyf- ingarinnar um uppbyggingu á heilbrigðara húsnæðiskerfi fyrir launa- fólk. Með setu minni í trúnaðarráði og húsnæðisnefnd VR hef ég fengið tækifæri til koma að mótun áðurnefndrar stefnu, sem verkalýðshreyf- ingin hefur unnið með stjórnvöldum, en betur má ef duga skal. Ég vonast til að fá þitt atkvæði í kosningu til stjórnar VR, þar sem stefna mín er að beita mér fyrir því að hér Íslandi verði til heilbrigður, sann- gjarn og umfram allt ódýr húsnæðismarkaður. En til þess að svo megi verða, þarftu að nýta kosningaréttinn þinn og kjósa rétt. Jónas Yngvi Ásgrímsson Fæðingardagur og ár 17. febrúar1963 Félagssvæði Suðurland Facebook fb.me/jyasgrimsson VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN dk hugbúnaður ehf., ráðgjafi, viðskiptafræðingur. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég hef verið virkur í VR sem stjórnarmaður í VR Suðurlandi frá 2017 og í trúnaðarráði VR frá 2017. Einnig er ég í trúnaðarráði lífeyrissjóðs VR frá 2019. Ég er félagi í Lionsklúbbnum Dynk frá stofnun hans eða frá 2014. Þar hef ég tekið virkan þátt í félagsstarfinu og hef verið varaformaður og formaður. Að auki hef ég starfað með Lions á landsvísu og hef verið í umdæmisstjórn frá 2017. Í sumar mun ég taka við sem umdæmisstjóri hjá Lions í umdæmi 109A. Ég er félagi í Oddfellow-stúkunni Atla á Sel- fossi. Innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps hef ég starfað í ýmsum nefnd- um s.s. skólanefnd, atvinnumálanefnd og er nú formaður umhverfis- nefndar. Ég hef unnið hjá dk hugbúnaði frá 2006 sem ráðgjafi. Eins hef ég unnið á hóteli semmarkaðsstjóri og launafulltrúi. HELSTU ÁHERSLUR Á þeim rúmu 30 árum sem liðin eru frá því ég hóf að vinna hefur mis- munun á vinnumarkaði aukist mikið að mínu mati. Þetta er þróun sem þarf að stöðva og helst snúa við. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru á síðasta ári eru fyrsta alvöruskrefið á þeirri leið. Eignaupptaka í kjölfar hrunsins 2008 bitnaði mest á þeim sem síst máttu við. Mín áherslumál eru að styðja við Lífskjarasamningana og þann stöðugleika sem þeir boða. Ég vil einnig vera virkur þáttakandi í að stuðla að því að allir geti lifað af launum sínum. Lækkun leiguverðs er liður í því og ég styð upp- byggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eina leið að því marki ásamt hækkun lágmarkslauna o.fl . Ég hef að auki nið við fullorðinsfræðslu í tölvunotkun, bókhaldskennslu og á endurskoðunarskrifstofu un

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==