VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 29 KOSNINGAR 2020 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR Selma Björk Grétarsdóttir Fæðingardagur og ár 28. apríl 1971 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang selmabg@internet.is VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég starfa sem ferðaráðgjafi hjá flugfélaginu Air Atlanta og hef unnið þar í ein 10 ár. Var áður hjá Ferðaskrifstofu Íslands og þar áður hjá Icelandair. Ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð, Iðnskólanum í Reykjavík og nam svo ferðaráðgjöf í Ferðamálaskóla Íslands. Hef einnig sótt ýmis konar námskeið hjá NTV, Amadeus ofl. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég hef verið félagsmaður VR um árabil og hef verið trúnaðarmaður VR hjá Air Atlanta frá 2012 og setið í trúnaðarráði VR frá 2014. Einnig setið ASÍ-þing og Landsþing Verslunarmanna fyrir hönd VR. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á félagsmálum, var í stjórn starfsmanna- félagsins hjá Air Atlanta. Hef einnig verið heilmikið í flokksstarfi hjá Sjálfstæðisflokknum. HELSTU ÁHERSLUR Ég tel mikilvægt að félagsmenn VR viti um réttindi sín og þá þjónustu sem VR hefur uppá að bjóða ásamt öllu því sem hægt er að sækja til félagsins. Bæta hagsmuni félagsmanna og að fólk hafi mannsæmandi laun sem það getur lifað sómasamlegu lífi af og nái endum saman af þeim launum sem það fær. Myndi vilja sjá aukningu á ráðstöfunar- tekjum heimilanna svo fólk geti einnig notið þess að vera til og sinnt tómstundastarfi og ferðalögum ef það vill. Hef lengi haft mikinn áhuga á kjaramálum og myndi vilja sjá aukinn kaupmátt og að hægt verði að finna lausn á húsnæðisvandanum. Er mjög ánægð með styttingu vinnuvikunnar og hvernig hún þróast næstu árin verður gaman að sjá. Sigmundur Halldórsson Fæðingardagur og ár 17. desember 1966 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang/Facebook simmix1@yahoo.com facebook.com/betravr VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég starfa hjá A4 sem stafrænn verkefnastjóri og hef starfað við stafræna markaðssetningu, útgáfu og þróun m.a. hjá Icelandair, 365 og Síman- um. Ég hef lokið MA-námi í alþjóðasamskiptum frá NottinghamUniver- sity í Bretlandi og BS í fjölmiðlun frá Virginia Commonwealth University í Bandaríkjunum, auk margvíslegra styttri námskeiða tengdum störfum mínum. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég var í trúnaðarráði VR 2012 og frá árinu 2015 (fyrir utan eitt ár) hef ég setið í stjórn VR sem varamaður og tekið beinan þátt í störfum stjórnar í nefndum og á stjórnarfundum. Ég hef setið í fjölda nefnda VR, jafn- réttis-, orlofs-, styrkja- og menntanefnd og er formaður laganefndar VR. Auk þess segi ég stoltur frá því að ég kom að stofnun framtíðarnefndar VR og tek virkan þátt í starfi þeirrar nefndar. Ég hef verið félagsmaður í VR nánast alla mína starfsævi. Ég hef setið bæði ASÍ- og LÍV-þing fyrir hönd VR. Jafnframt hef ég setið í stjórn Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði, verið í vefhóp SKÝ, stjórnarmaður í SVEF og er stoltur af því að styðja við bakið á starfi Amnesty International á Íslandi. HELSTU ÁHERSLUR Mínar áherslur snúa að því að takast á við 4. iðnbyltinguna og tryggja réttindi launafólks í þeim breytingum sem nú eru að hefjast. Mitt starf innan VR hefur skilað þeim árangri að VR hefur stofnað til framtíðar- nefndar og bæði VR og ASÍ hafa gert það að kröfu sinni að við höfum bein áhrif á stefnumótun fyrirtækja í gegnum aukið atvinnulýðræði, líkt og þekkist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég legg á það áherslu að tæknibreytingar verði ekki til þess að við verðum rænd réttindum og tryggt sé að samfélagið allt hagnist af þeim. Að allir fél- agar í VR geti tekist á við þessar breytingar í gegnum öflugt styrkjakerfi og valkosti til endurmenntunar. AðVR sé félag semgæti hagsmuna allra félagsmanna og leggi ríka áherslu á jafnrétti í víðum skilningi þess orðs. Að við séum félag sem sé víðsýnt, lýðræðislegt og sterkt breytingaafl. Að við stöndum vörð um lífeyrisréttindi okkar og berjumst fyrir afnámi þeirra skerðinga sem stjórnvöld hafa staðið fyrir árum saman. Ég óska eftir þínum stuðningi til þess að tryggja framgang þessara verkefna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==