VR Blaðið I 01 2020

30 VR BLAÐIÐ 01 2020 KOSNINGAR 2020 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR Sigríður Lovísa Jónsdóttir Fæðingardagur og ár 27. febrúar 1968 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang/Facebook lovisa@brimborg.is Sigríður Lovísa í stjórn VR VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég hef starfað hjá Brimborg í 29 ár, fyrst sem tollskýrslufulltrúi, síðan gjaldkeri, aðstoðarmaður forstjóra, söluráðgjafi nýrra bíla, ráðningar- og þjálfunarstjóri ásamt því að sinna launavinnslu og er í dag gæðastjóri mannauðs og launakerfis. Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1989. Lauk diplomagráðu í Mannauðsstjórnun frá Endur- menntun Háskóla Íslands árið 2010 og útskrifast í vor með BS gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég hef alltaf verið mjög virk í félagsstörfum, hef m.a. verið í bekkjaráði í Borgarskóla frá 2006-2009. Í stjórn foreldrafélags Árbæjarskóla frá 2009-2013, fyrst sem meðstjórnandi og síðar formaður. Síðastliðin fjögur ár hef ég setið sem aðalmaður í stjórn VR og er formaður kjara- málanefndar og aðalmaður í starfsmenntanefnd, framtíðarnefnd og framkvæmdastjórn vinnudeilusjóðs VR. Síðastliðin tvö ár hef ég verið varamaður í miðstjórn ASÍ. Ég hef mikla reynslu af kjaramálum, vegna samskipta minna við kjaramálafulltrúa VR og fleiri stéttarfélaga, í tengsl- um við starf mitt sl. 14 ár. Ég tel mjög mikilvægt að hafa aðila í stjórn VR með mikla reynslu af mannauðs-, launa- og kjaramálum, eins og ég tel mig hafa. Ég hef mikinn áhuga á að nýta þessa reynslu mína áfram í stjórn VR. HELSTU ÁHERSLUR Aukinn kaupmáttur, standa þarf vörð um að launahækkanir fari ekki beint út í verðlagið. Jafnræði í launahækkunum, með því að gæta þess að enginn hópur verði eftir, og vinna þarf jafnt fyrir alla félags- menn VR óháð launum, aldri, kyni og þjóðerni. Að VR bjóði uppá orlofshús erlendis. Halda áfram baráttunni í húsnæðismálum, auðvelda fyrstu kaup og gera leigumarkaðinn aðgengilegri. Aukin tækifæri til endurmenntunar, t.d. að á ákveðnu tímabili ávinnist tiltekinn réttur til námsleyfis, á reglubundnum launum. Sveigjanleg starfslok, með því að gefa félagsmönnum sem komnir eru á aldur svigrúm til að minnka starfshlutfall sitt, áður en þeir ljúka störfum. VR sem landsfélag, vegna þess að það veitir meira jafnræði og er ákveðin hagræðing. Að lokum er mikilvægt að hlusta á óskir félagsmanna til að gera gott félag betra. Þitt atkvæði skiptir máli. Sigrún Guðmundsdóttir Fæðingardagur og ár 13. september 1959 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang/Facebook Sigrun.gudmundsdottir@ikea.is Sigrún Guðmundsdóttir VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég hef starfað hjá Ikea síðan 2007, eða í að verða 13 ár. Í 12 ár af þessum 13 hef ég sinnt starfi svæðisstjóra innréttingadeildar, sem felur í sér mikil samskipti við bæði samstarfsfólk og viðskiptavini. Starfið krefst meðal annars lausnamiðaðrar hugsunar, og hana hef ég lagt sérlega áherslu á að tileinka mér. Áður en ég færði mig yfir til IKEA starfaði ég í mörg ár við filmuframköllun í Bókabúðinni Úlfarsfelli. Ég fór Bænda- skólanum á Hólum í Hjaltadal og fróðleiksfýsnin hefur leitt mig á ófá námskeiðin í gegnum tíðina, allt frá námi í gluggaútstillingum til náms í tölvubókhaldi. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Félagsstörf eru mér hugleikin, en ég hef sinnt stöðu trúnaðarmanns hjá IKEA í rúm sex ár. Ég á sæti í trúnaðarráði og hef verið virkur þátttakandi á ASÍ þingum. Áður en ég tók að mér hlutverk trúnaðarmanns sat ég í stjórn starfsmannafélags IKEA til nokkurra ára. Ég hef jafnframt tekið virkan þátt í meirihluta námskeiða semVR hefur boðið upp á. HELSTU ÁHERSLUR Síðan ég tók við starfi trúnaðarmanns og hóf að kynnast því starfi sem VR vinnur af eldmóði fyrir sína félagsmenn, áttaði ég mig á því að til að hafa áhrif þarf að taka þátt og vera virkur í starfinu. Ég finn sterkan samhljóm í starfi félagsins, og hef mikla ástríðu fyrir bættum kjörum félagsmanna. Það hefur gefið mér mikið að fá tækifæri til að kynnast öllum þeim einstaklingum sem sinna hlutverki trúnaðarmanns hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, og að sjá að þrátt fyrir ólíka bakgrunna og fagsvið eigum við það öll sameiginlegt að stefna að sama takmarkinu - að bæta lífsgæði heildarinnar. Mestu máli skiptir að félagsmenn geti treyst því að félagið þeirra beri hag þeirra fyrir brjósti og vinni af einurð að velferð þeirra í starfi og lífeyrismálum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==