VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 31 KOSNINGAR 2020 - FRAMBJÓÐENDUR TIL STJÓRNAR Þórir Hilmarsson Fæðingardagur og ár 27. október 1983 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang thorir83@gmail.com VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég hef starfað sem skósmiður hjá Skómeistaranum Smáralind frá árinu 2011. Ég hef verið félagsmaður í VR frá því ég hóf störf fimmtán ára gamall. Árið 2008 lauk ég sveinsprófi í skósmíði frá þá Iðnskólanum í Reykjavík, nú Tækniskólanum. Hafði þá unnið í og með á skóverk- stæðum frá því ég byrjaði á vinnumarkaðnum. Hef einnig starfað við ýmis önnur störf tengd verslun á starfsævinni. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Hef alla ævi haft áhuga á félagsstörfum almennt og yfirleitt verið virkur á hverjum vettvangi sem ég hef komið nálægt, hvort sem það tengist störfum mínum eða öðrum sviðum lífsins. Ég hef setið í stjórn Lands- sambands skósmiða frá árinu 2009 til dagsins í dag. Auk þess hef ég, sem faðir tveggja stúlkna, verið virkur í foreldrafélagsstarfi hjá þeim og verið bekkjarfulltrúi hjá báðum, svo dæmi séu nefnd. HELSTU ÁHERSLUR Félagið okkar hefur unnið mikið og gott starf undanfarin ár en eftir- farandi eru þær áherslur sem standa mér næst og ég vil leggja áherslu á, ef ég verð hluti af komandi stjórn félagsins: Að lágmarkslaun dugi til framfærslu. Að auka verksvið Sjúkrasjóðs. Til dæmis með þeim hætti að gleraugnakaup og tannlæknakostnaður falli undir hann en ekki Varasjóð og þá sem styrkir, til dæmis föst upphæð innan tímabils (t.d. 12 eða 24 mánaða fresti), óháð launakjörum einstaklings. Auka aðgengi allra félagsmanna að upplýsingum. Til dæmis með því að fræðslu- og kynningarefni félagsins verði í boði á flestum þeim tungumálum sem félagsmenn líta á sem sitt móðurmál. Auka fræðsluefni fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Að auka möguleika félags- manna á því að taka þátt í starfi félagsins, t.d. með opnum umræðu- fundum um hagsmunamál. Setja upplýsingar um kjara- og sjóðsmál fram á skýran og auðlæsilegan hátt, t.d. með „spurt og svarað“ svæði á heimasíðu þar sem spurningar og svör eru stutt og hnitmiðuð. VR er sterkt félag og ég vona að ég geti tekið þátt í mótun þess á komandi árum með fersku sjónarmiði og trausti félagsmanna mér að baki. Hvert atkvæði skiptir máli og hvet ég ykkur öll til að kjósa sama hver hlýtur atkvæði ykkar. Þórir Baldvin Hrafnsson Fæðingardagur og ár 28. apríl 1980 Félagssvæði Reykavík og nágrenni Netfang thorirh@icehotels.is VINNUSTAÐUR, STARF OG MENNTUN Ég útskrifaðist með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Í rúm 15 ár hef ég unnið í ferðaþjónustunni hér á Íslandi, fyrst í mót- tökunni á 101 Hótel en síðustu 6 ár hef ég unnið fyrir Icelandair Hotels. Í dag starfa ég sem bókunarstjóri en áður vann ég í gestamóttöku á hóteli og í bókunardeild fyrirtækisins. Samhliða starfinu hef ég verið í starfsmannanefnd bæði fyrir starfsmannafélag Hilton Reykjavík Nordica og einnig aðalskrifstofu Icelandair hótela. REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM Ég var í stjórn POLITICA, Félags stjórnmálafræðinema, í eitt ár á meðan ég var í námi og var einnig á lista sem bauð fram til stúdentaráðs. Eftir nám sat ég í stjórn Félag stjórnmálafræðinga í tvö ár, þar af gjaldkeri félagsins í eitt ár. HELSTU ÁHERSLUR Ég hef verið trúnaðarmaður VR hjá Icelandair-hótelum í tvö ár og var endurkjörinn í upphafi þessa árs. Á þessum tíma sá ég hve mikilvæg starfsemi VR er og vil ég því leggja mitt af mörkum til að halda því góða starfi áfram. Ég aðstoðaði við innleiðingu á styttri vinnuviku og sést strax hversu mikil búbót það er. Ég legg áherslu á að við höldum áfram að stuðla að bættum kjörum félagsmanna, ekki bara með auknum kaupmætti heldur líka með breytingum á vinnuaðstæðum eins og með styttingu vinnuvikunnar og bættu vinnuumhverfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==