VR Blaðið I 01 2020

VR BLAÐIÐ 01 2020 33 ÞARFTU AÐSTOÐ VIÐ SKATTFRAMTALIÐ? EINSTAKLINGSRÁÐGJÖF 11. mars kl. 8:30-16:00 Leiðbeinandi: Guðrún Björg Bragadóttir Félagsmönnum VR býðst að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðinga KPMG við skattframtalið. Aðstoðin mun verða í boði 11. mars frá kl. 8:30 til 16:00. Hver tími verður 15 mínútur. VARSTU AÐ MISSA VINNUNA? 10. mars kl. 16:00-17:30 12. maí kl. 16:00-17:30 Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR og Jóhann Ingi Gunnarsson Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir þá félagsmenn sem sagt hefur verið upp störfum af hálfu atvinnurekanda og er um 90 mínútur. Í upphafi fer sérfræðingur af kjaramálasviði yfir réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum af þessu tagi, umsóknarferlið gagnvart atvinnuleysissjóði og nokkur praktísk atriði við atvinnuleit. Því næst mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur fjalla um hvernig við getum unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná framokkar besta þegar á reynir. Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferð- ir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna í bland. Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem lands- liðsþjálfari ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum. KNOWYOUR RIGHTS 18. mars kl. 9:00-10:30 Instructor: Berglind Laufey Ingadóttir, specialist in workplace rights A short seminar with an introduction to your rights, according to the Collective Agreement. VR will provide practical information about the rights and duties of employees in the Icelandic work market and in- troduce the services provided by the union. A light breakfast will be provided for guests. If you are not available at this time you can also sign on to the streaming service on www.vr.is NÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN Öll námskeið fyrir félagsmenn eru haldin í sal VR á 0. hæð í Húsi verslu- narinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Skráning á námskeiðin er á vr.is FÉLAGSMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==